Blik - 01.06.1972, Síða 112
Ragnar Benediktsson jrá Borgareyri,
Mjóafirði eystra.
og skuggsýnt, en þá ókosti létu „strák-
arnir“ ekki aftra sér, enda ekki í ann-
að hús að venda í hinum verðandi
kaupstað.
Einbeittlega var til starfa gengið.
Og hetjusögur fóru af „strákunum“
í nýju lúðrasveitinni, svo að sumar
stúlkurnar í þorpinu lifnuðu við og
tóku að þrá, og fleiri „strákar“ bæt-
ast í hljómsveitarhópinn, fá sér lúðra
og blása.
Þessir fylltu hrátt hópinn, sem fyr-
ir var:
7. Ingi Kristmanns frá Steinholti.
8. Yngvi Þorkelsson, Eiðum.
9. Benedikt Friðriksson, skósmið-
ur og skókaupmaður á Þing-
völlum.
10. Nikulás Illugason í Sædal.
11. Gísli Finnsson úr Borgarnesi, til
heimilis að Sólbakka.
12. Hjálmar Jónsson frá Dölum.
13. Haraldur Eiríksson frá Vegamót-
um.
14. Ragnar Benediktsson frá Borgar-
eyri í Mjóafirði eystra.
Lúðrasveit þessi undir stj órn Helga
Helgasonar lék t. d. opinberlega á
svölum Vallhallar við Strandveg (nr.
43) á páskadag 1920. Áður hafði hún
látið til sín heyra á opinberum vett-
vangi, enda þótt heimildir séu ekki
skráðar um það að ég bezt veit.
Hinn 17. júní sumarið 1920 var
efnt til samkomu vestur á Brimhóla-
flöt. Þá fylktu Eyjabúar liði og
gengu í skrúðgöngu úr bænum fyrir
Brimhóla með Lúðrasveit Vest-
mannaeyja í fararbroddi. Þá gekk
Helgi hljómsveitarstjóri fyrir lúðra-
sveitinni, sló taktinn og spilaði sjálf-
ur á einn lúðurinn. Þarna voru ræður
fluttar í tilefni þjóðhátíðardagsins,
sungið og skemmt sér lengi dags.
Fjögur sumur samfleytt dvaldist
Helgi Helgason tónskáld og hljóm-
sveitarstjóri hér í Vestmannaeyjum.
011 sumurin stjórnaði hann Lúðra-
sveit Vestmannaeyja af röggsemi og
leikni, og „strákarnir“ dáðu hann og
mátu að verðleikum.
Þann tíma ársins, sem tónskáldið
dvaldi ekki í Eyjum, kom það að
mestu leyti í hlut Ragnars Benedikts-
sonar að æfa lúðrasveitina og stjórna
henni. Hann var líka formaður henn-
ar, kjörinn af félögum sínum, meðan
hún var við lýði. Einhvern tíma mun
Hjálmar Eiríksson hafa stjórnað
sveitinni. Þá mun hvorugur hinna
hafa verið í hænum.
110
BLIK