Blik - 01.06.1972, Síða 143
hjón voru MýrdæÍingar, a. m. k.
nokkra ættliði fram. Þau hófu búskap
að Pétursey um eða rétt eftir 1860
og fæddist þeim fyrsta barnið þar,
Olöf, síðar hin kunna húsfreyja að
Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, kona
Guðjóns bónda Björnssonar þar.
Annað barn þeirra hjóna var svo
Gísli gullsmiður í Stakkagerði.
Fyrstu 6 dvalarárin sín hér í Eyjum
bjuggun hjónin Lárus og Kristín í
Kornhól og var Lárus Jónsson starfs-
kraftur Garðsverzlunarinnar. Hann
stefndi að því að fá jörð til ábúðar í
Eyjum, en vissasti vegurinn að því
marki var sá að vera búsettur í kaup-
túninu og starfandi afl á vegum kaup-
mannsins.
Bjarni E. Magnússon sýslumaður
hafði einnig heitið þeim að vera
þeim innan handar um jarðnæði, ef
eitthvað breyttist um ábúð á ein-
hverri Eyjajörðinni.
Árið 1869 fluttu þau hjónin að
Búastöðum og settust þar að í gamla
bænum, sem var í alla staði hrörleg-
ur. En þetta stóð allt til bóta. Sig-
urður hreppstjóri Torfason hafði í
hyggju að hætta búskap, en hann bjó
á Búastöðum og hafði búið þar um
árabil. Hann lézt síðla vetrar 1870,
og fengu þá hjónin Lárus og Kristín
ábúð á þessari góðu jörð, sem var á
mælikvarða Eyjajarða talin einhver
bezta jörðin á Heimaey. Á Búastöð-
um búnaðist þeim vel og þau gerðu
garðinn frægan, eins og víða er kom-
izt að orði í þessum efnum.
Lárus Jónsson var um árabil
hreppstjóri Eyjamanna (þeir voru
Hjónin á Búastöðum: Lárus bóndi Jónsson
og Kristín húsjrú Gísladóttir.
oftast tveir). Hann var framtakssam-
ur bóndi, kunnur bátasmiður, sem
byggði marga báta, stærri og smærri,
heima á Búastöðum, og aflasæll for-
maður á vetrarvertíðum. 1 öllum
þessum athöfnum sínum var hann þó
ekkert einsdæmi í kauptúninu eða í
byggðarlaginu. Fleiri bændum þar á
þeim tímum var margt til listar lagt
og dugnaður og kapp alveg ótrúlegt.
Litla menntun hlaut Gísli litli á
Búastöðum, er hann óx úr grasi.
Hann lærði að lesa hjá móður sinni,
eins og svo algengt var, en um skóla-
nám var ekki að ræða. Þó er rétt að
geta þess með athygli og ánægju, að
Páll Pálsson, sem síðar var kallaður
BLIK
141