Blik - 01.06.1972, Side 75
araskólanum. Hann hafði meira að
segja borðað hjá okkur hjónunum
um skeið. En valdhafar bæjarins
hafa víst fundið einhvern fnyk af
þessum kennara eins og fleirum. Og
nú skyldi hann fá að vita, hvar
Dabbi keypti ölið, fyrst hann vog-
aði sér að hreyfa velferðarmálum
barnaskólans á opinberum vettvangi.
í 45. tölublaði Víðis, 6. nóv. 1938,
birtist svargrein við umkvörtun kenn-
arans. Hér leyfi ég mér að birta orð-
rétt meginmál greinarinnar:
„... Má vel vera, að úr þessu
þyrfti að bæta að einhverju leyti
(þessu með leikvöllinn). Hins vegar
verður ekki fram hjá því gengið, að
skólinn er fyrst og fremst andleg
fræðslustofnun barnanna, og er því
ekki úr vegi að skyggnast eftir,
hvernig umhorfs er í sjálfri kennara-
stofunni. Þar mun gefa að líta lang-
samlega meiri hluta kennaranna,
sem að meira eða minna leyti eru
sýktir af hinni andlegu pest, komm-
únismanum, — þeirri stefnu, sem
með öllu afneitar með öllu guðstrú
og sem stofnað hefur í heimkynnum
sínum félög og sambönd til útrým-
ingar kristindóminum samhliða því
sem eignarrétturinn er þar að engu
hafður, og siðgæðið ekki á hærra
stigi en svo, að hjónavígslur eru þar
taldar hégómi einn og firra. Getur
A. S. ímyndað sér, að foreldrar þeir,
sem börn eiga í slíkum skóla, óttist
meir en eitthvað af þeim óþverra,
sem kommúnismanum fylgir, kunni
að berast yfir til barnanna, heldur en
þó að þau kæmu að skólaverunni lok-
inni heim með skítugan skó eðahögg-
inn sokk?“
Þannig hljóðaði þessi nafnlausa
árás á kennara barnaskólans hér
haustið 1938.
Þessi heiftþrungna árás varð til
þess, að Páll skólastjóri tók penna í
hönd. Hann skrifaði þá síðustublaða-
greinina sína. Hún birtist í Fram-
sóknarblaðinu 18. nóvember um
haustið, með því að hann fékk ekki
rúm fyrir hana í Víði, blaði konsúla-
menningarinnar í kaupstaðnum.
En hver var svo höfundur þessar-
ar nafnlausu greinar? Ekki gat það
verið Magnús Jónsson, ritstjóri Víð-
is. Hann var of mikið prúðmenni og
of mikill drengskaparmaður til þess
að ráðast þannig að kennarastétt
bæjarins og ærumeiða hana með
slíkum gífuryrðum. Efni greinarinn-
ar var mikið rætt í bænum og marg-
ar voru ágizkanirnar. Var höfundur-
inn Sigurður S. Scheving, hrepp-
stjórasonurinn frá Hjalla og Sam-
vinnuskólapilturinn, sem notaður var
á mig persónulega til þess að svívirða
mig og ærumeiða, þegar ég var skip-
aður skólastjóri Gagnfræðaskólans í
Vestmannaeyjum?
Jú, hliðstæðurnar voru greinar
Sigurðar S. Schevings á mig per-
sónulega þá fyrir fáum árum, er ég
var skipaður skólastjóri Gagnfræða-
skólans í Vestmannaeyjum eftir að
hafa mótað hann og skapað með mik-
illi vinnu, þrotlausu erfiði á undan-
förnum 4 árum. Þegar ég skrifa sögu
framhaldsskólans í byggðarlaginu,
kem ég að þeim svívirðingum ölluin.
BLIK
73