Blik - 01.06.1972, Side 35
þvermáli. Sá sívaÍningur var marg-
brotið tækjavirki, sem átti að vinna
að þurrkuninni. Þar næst kom sog-
ari, sem saug heita loftið úr ofninum
í gegnum þurrkarann. Einnig saug
hann vökva úr hráefninu, sem verið
var að þurrka.
Mikið af fínasta mjölinu harst
með loftstraumum frá þurrkaranum,
en til þess að það tapaðist ekki út í
veður og vind, þá streymdi heiti loft-
straumurinn inn í stóran sívalning
með keilumynduðum stút. Inni í sí-
valningnum var töluvert járnavirki.
Þetta tæki er nefnt rykskilja, og er
mjög áríðandi, að hún sé í góðu lagi,
því að allt smágerðasta mjölið fellur
niður hina keilumynduðu trekt og
sameinast hinu þurrkaða efni.
Þegar farið var að nota þessi
þýzku tæki, reyndust þau meingölluð.
Allt fylltist brátt af blautu hráefni í
þurrkaranum, svo að allir snigilásar
sátu fastir. Afköstin urðu aðeins hálf
við það sem átti að vera á sólar-
hring. Allt gekk í basli og erfiðleik-
um. Nokkru eftir að þýzki sérfræð-
ingurinn fór heim til sín, hrundi
ofninn og þar með var verksmiðju-
starfið búið að vera um tíma. Þá var
fenginn múrari frá Reykjavík til
þess að hlaða upp ofninn að nýju.
Síðan komst allt kerfið í gang aftur.
Hér kom skip á leið til Reykjavíkur
og hleðslumaðurinn tók sér far heim
með því. Þegar við sáum það norður
af Eiðinu á leið suður, hrundi ofn-
inn á ný. Nú steðjuðu enn að vand-
ræði. Þá tókum við sjálfir til að
múra upp ofninn og hreyttum hon-
um nokkuð um leið, eftír því senl
brjóstvit okkar hrökk til. Eftir það
hrundi hann ekki og entist árum sam-
an. Eftir þetta náðum við fullum af-
köstum eða 12 smálesta framleiðslu-
magni á sólarhring.
Rétt þykir mér að greina frá verk-
inu við hráefnið, beinin, áður en
þau voru sett í þurrkarann.
Fyrir austan verksmiðjuvegginn
var vél eða kvörn, sem hakkaði efn-
ið, og var hún afkastamikil. Hún gat
afkastað miklu meir en þörf var
fyrir eða við gátum unnið úr. En
lyftan, sem lyfta skyldi efninu upp
í þurrkarann frá kvörninni, var allt
of veikbyggð. Að kvörninni var bein-
unum ekið á handvagni. Ollu var
hráefninu lyft með kvísl í hönd.
Engar vélar til þeirra hluta. Þarna
unnu þrír menn hvern dag erfitt
verk. Þeir mokuðu upp 30—40 smá-
lestum af beinum á hverjum 12 tím-
um, sem taldist vera ein „vakt“. Á
þennan hátt var verksmiðjan rekin í
nokkur ár án nokkurra breytinga á
vinnutilhögun.
Svo leið fram á árið 1930. Þá varð
breyting á. Þá hætti Gísli J. Johnsen
rekstri verksmiðjunnar og tengda-
sonur hans, Ástþór Matthíasson, tók
við.
Árið 1931 var mótorvél sett í verk-
smiðjuna sem aflvél, því að gamla
gufuvélin reyndist orðið of lítil og
svo slitin. Að þeim skiptum var mikil
bót. Nokkru síðar fengum við mokst-
ursvél og þá léttist að mun allt starf-
ið við beinin úti í „portinu“. Hér
um bil jafnframt þessari tækni var
BLIK 3
33