Blik - 01.06.1972, Qupperneq 168
önnur hönd, umhyggjusöm, nærgæt-
in og dugleg.
Séra Magnús Þorsteinsson héraðs-
læknis Jónssonar í Landlyst í Vest-
mannaeyjum vígðist aðstoðarprestur
séra Halldórs 0. Þorsteinssonar
sóknarprests í Krosssókn í Land-
eyjaþingum 26. september 1897 og
fékk prestakallið ári síðar. Hann bjó
á Bergþórshvoli. Ekkjan á Lágafelli
var sóknarbarn séra Magnúsar, sem
hafði ríkan hug á að hjálpa henni af
fremsta megni til þess að geta fram-
fleytt sér og barni sínu í ómegð.
Séra Magnús Þorsteinsson skrifaði
föður sínum til Eyja og tjáði honum
vandræði ekkjunnar. Héraðslæknir-
in brást vel við og afréðu þeir feðg-
ar, að Guðrún Magnúsdóttir skyldi
flytja til Eyja. 011 ráð hlaut hinn
valdamikli héraðslæknir í kauptún-
inu að hafa til þess að greiða götu
hennar þar, ekki sízt, þar sem hún
var ljósmóðir. Anna Benediktsdóttir
ljósmóðir í Vanangri var nú nær
sjötugu, svo að öryggis vegna var
það skynsamlegt að hafa þrjár ljós-
mæður í kauptúninu, meðan ljós-
móðirin í Vanangri var smám saman
að leggja niður störfin. Einnig var
Þóranna ljósmóðir í Nýborg farin að
eldast.
Síðasta ár aldarinnar, árið 1900,
fluttu þær mæðgur, Guðrún Magn-
úsdóttir og Guðríður Þórðardóttir,
frá Lágafelli til Vestmannaeyja. Þór-
unni litlu dóttur sinni kom móðirin
hins vegar fyrir í fóstur hjá hjónun-
um í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð,
Árna bónda Ólafssyni og Guðríði
konu hans. Betra heimili gat Guðrún
naumast kosið dóttur sinni. Svo við-
urkennd voru þau hjón fyrir mann-
gæzku og myndarbrag.
I Hlíðarendakoti dvaldist Þórunn
Markúsdóttir síðan til þroskaaldurs.
Þær mæðgur fengu inni í svokall-
aðri Sjóbúð hér í bæ. Hús þetta stóð
vestan við húseignina Vegamót við
Urðaveg. Sjóbúð var að hálfu leyti
íveruhúsnæði (efri hæð) og vöru-
geymsluhús (neðri hæð). Verzlun
Gísla J. Johnsen byggði þetta hús á
sínum tíma og átti það. Efri hæð
húss þessa var um árabil leigð á
vetrarvertíðum aðkomusj ómönnum,
sem hér lágu við, t. d. Landeyingum
eða Fjallamönnum. Eftir því sem
næst verður komizt, mun Sjóbúð
hafa verið rifin árið 1926.
Á efri hæð Sjóbúðar bjuggu þær
mæðgur næstu fimm árin eftir flutn-
inginn til Eyja.
Vera má, að Þorsteinn héraðslækn-
ir í Landlyst hafi að einhverju leyti
sannprófað hæfni Guðrúnar Magn-
úsdóttur til ljósmóðurstarfanna, eftir
að hún settist að í Eyjum. En þegar
Guðrún hafði dvalizt nokkra mánuði
í kauptúninu, tók hún á móti fyrsta
barninu. — Hjón nokkur voru til
heimilis hjá læknishjónunum í Land-
lyst. Þau hétu Andrés Ólafsson og
Arndís Jónsdóttir. I fehrúar 1901
1 Árni bóndi í Hlíðarendakoti var bróð-
ir Olafar í Baldurshaga hér í bæ, konu
Ágústs kennara og smiðs Árnasonar. Bróð-
ir þeirra var Páll verzlunarmaður Ólafs-
son á Sunnuhvoli, sem drukknaði milli
lands og Eyja árið 1923.
166
BLIK