Blik - 01.06.1972, Page 206
er þetta áhald, sem ByggÖarsafnið á.
Tampjárn var það kallað annars stað-
ar með sjómönnum. A trompjárninu
er ávöl egg, sem höfð var beitt, svo
að léttara yrði að trompa. Gefandi:
Árni J. Johnsen, Árdal.
134. Urgreiðslugoggar tveir. Þeir
voru notaðir til þess að greiða fisk úr
netjum.
235. Vaðbeygjur þrjár (vaðhorn).
Vaðbeygjur voru smíðaðar ýmist úr
eik eða eski. Þær voru til þess gerð-
ar að verja hástokka áraskipanna
frá að skaddast af núningi handfær-
anna. Vaðbeygjunum var stungið í
gat í hástokknum og færið látið leika
í þeim, meðan dorgað var eða keipað.
236. Vaðsteinar — nokkrir venju-
legir vaðsteinar — handfærasökkur
í málmsnauðu landi.
237. Vaðsteinn, lítill og léttur, sem
notaður var á handfæri unglings.
Vaðsteinninn fannst í gömlu fisk-
byrgi (fiskkró) fyrir aldamót í Ofan-
leitishrauni.
238. Vaðsteinn, fremur lítill, fund-
inn í öskuhaug „Tyrkja-Guddu“,
Guðríðar Símonardóttur, nyrzt í
Stakkagerðistúninu, sunnan við
Hilmisgötu (16. maí 1968). Þarna
sjást enn bæjartóftir. Vitað er með
vissu, að þarna bjuggu þau hjónin
Guðríður Símonardóttir, húsfreyja,
og Eyjólfur Sölmundarson, þegar
Tyrkir rændu Eyjarnar.
239. Vaðsteinn, venjuleg stærð,
með fati og forsendum, taumi og ís-
lenzkum öngli, sem Guðmundur
smiður í Borg smíðaði á sínum tíma
eða um miðja síðustu öld. Gefandi:
Eyjólfur Gíslason, skipstjóri á Bessa-
stöðum, sem hjó út vaðsteininn með
fati, forsendum og taum.
240. Vaðsteinn, kalkaður utan.
Hann hefur því legið lengi í sjó.
Hann fannst við köfun í hafnarmynni
Vestmannaeyja (Leiðinni) sumarið
1936. (Þarna á Hnyklinum, bjargi í
hafnarmynninu, fórst teinæringurinn
Þurfalingur 1834). Bergsteinn Jónas-
son, hafnarvörður, gaf Byggðarsafn-
inu steininn.
241. Vaðsteinn, sem fannst í hafn-
armynninu sumarið 1950, er bjargið
illræmda, Hnykillinn, var fjarlægður
úr mynni hafnarinnar. Alda af
Hnyklinum hvolfdi sex-æringnum
Hannibal 4. febrúar 1895, þegar Lár-
us hreppstjóri á Búastöðum drukkn-
aði. Hefur vaðsteinninn e. t. v. legið
síðan þarna í hafnarmynninu?
Hafnarvörðurinn B. J. gaf Byggð-
arsafninu steininn.
242. Vaðsteinn með fati og for-
sendum. Eyjólfur skipstjóri Gíslason
setti fatið og forsendurnar á stein-
inn fyrir Byggðarsafnið.
243. Vagnhjól af handvagni. Þessi
vagnhjól eru úr dánarbúi Vigfúsar
útvegsbónda Jónssonar í Holti (nr. 2
við Ásaveg). Handvagn var fyrst
keyptur til Eyja haustið 1894. Þeir
ruddu sér þá brátt til rúms í kaup-
túninu. Þeir voru síðan notaðir
næstu 3—4 áratugi í verstöðinni til
þess að aka línubjóðum á til skips og
frá skipi, og svo var öllum fiski ekið
á þeim að aðgerðarhúsunum og frá,
þar til bifreiðar komu almennt til
sögunnar.
204
BLIK