Blik - 01.06.1972, Side 188
að honum. Loftstraumur lék um
króriaj þár sem hún var hlaðin upp
úr hraungrýti með einföldum veggj-
um.
Fyrir krónni var rimlahurð. Dyrn-
ar voru lágar, svo að ganga varð
háífboginn um þær eða skríða nán-
ast. Yfir dyragættinni var hvalbein,
rifbein úr hval, sem er hvíta strikið
fyrir oían dyrnar á myndinni.
í krónni geymdist skreiðin vel.
Þaðan var hún flutt á verzlunarskip-
ið, þegar hún var seld til útflutnings,
og þangað sóttu menn skreið til
heimilisnota.
í Sögu Vestmannaeyja segir höf-
undurinn] Sigfús M. Johnsen, um
fiskigarðaria á Heimaey: „Garðarnir
tóku yfir mikið svæði vestan frá Há,
Brimhólum innri og niður frá Agða-
hráuni og vestur undir Stakkagerði
og sumstaðar niður undir Sánd. Til
skamms tíma sáust Ieifar yngri fiski-
garðárina, greinilegast vestur af
Stakkagerði og víða annars staðar.“
Fiskigarðarnir, sem eins og frá er
greint í Sögu Vestmannaeyja, voru
dreifðir um stórt svæði vestur á
Heiðinni, vestur af Landakirkju, upp
að Agðahrauni og niður að höfninni
vestanverðri, Skildingafjöru.
Því stærri fiskigarðar, sem fylgdu
hverjum jarðarvelli, þeim mun hærra
gat kóngur haft afgjald jarðanna
hverju sinni. Svo mikill fengur þótti
það, fylgdu stórir fiskigarðar jarðar-
vellinum.
Þetta líkan af vestmannaeyiskum
fiskigörðum gjörði Kristinn Ást-
geirsson frá Litlabæ. Það er gjört
eftir frásögn Jóns Jónssonar frá
Brautarholti (nr. 3 við Landagötu),
síðast sjúkrahússráðsmaður hér í bæ.
Hann var fæddur 1869 og mundi
gerð síðasta fiskigarðsins, sem var
rifinn um 1880.
Rétt er að geta þess, ef yekj a mætti
sögulega athygli, að það var í því-
líkri harðfiskkró vestur í hrauni, sem
morðið mikla og sögukunna var
framið hér í Eyjum árið 1692. Þess
er getið í Alþingis- og réttarhalds-
bókum frá næstu árum, og samfelld
frásögn er um það í Sögum og sögn-
um úr Vestmannaeyjum eftir Jóhann
Gunnar Ólafsson.
63. Fiskstingur. Áður en lyftitæki
tækninnar komu til, var fiskstingur-
inn notaður hér í verstöðinni, útgerð-
arbænum mikla, til þess að kasta fisk-
inum upp úr lest á þilfarið og síðan
af því upp á bryggju, síðan af
bryggju upp í handvagninn og síðar
flutningabifreiðina, sem aflinri var
fluttur á upp að aðgerðarhúsinu eða
fiskkrónni. Til þess að skemma ekki
fiskinn sjálfan, útflutningsvöruna,
stungu samvizkusamir sjómenn og
aðgerðarmenn alltaf í haus en ekki
bol fisksins.
64. Fisfcþvottarstampur. Þessi er
næsta óvenjustór, smíðaður úr eikar-
tunnustöfum, olíutunnustöfum. Stamp
þennan eða fiskþvottarkerald átti frú
Guðrún Runólfsdóttir á Sveinsstöð-
um við Njarðarstíg (nr. 6). Hún rak
hér útgerð um árabil og ræktaði jafn-
framt tún hér á Heimaey og stundaði
heyskap. Hún var móðir Ársæls
Sveinssonar útgerðarmanns að Fögru
186
BLIK