Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 203
an var smurolíunni rennt á brúsa. Til
þess voru kranar þessir notaðir.
201. Smurolíukrani úr málmi.
202. Stangþollar (melspírur) tveir
úr eirblöndu.
203. Stangþollur (melspíra) úr
harSviöi, ætlaður til að stanga saman
svokallað grastóg eða stanga lykkju
á það. Gefandi: Helgi Benediktsson,
útgerðarmaður.
204. Stangþollur, lítill úr járni.
Gefandi: H. B.
205. Stangþollur úr hvalbeini.
Mjög sjaldgæf innlend smíði.
Gefandi: Arni Jónsson, fyrrum
verzlunarmaður við Tangaverzlun.
Þollurinn mun kominn til Eyja af
Suðurnesjum.
206-211. Steinolíukranar úr málm-
blendi. (Sjá skýringar við nr. 148
um olíubrúsa). Þessir steinolíukranar
eru frá ýmsum útgerðarmönnum hér
í bæ.
212. Steinolíukrani með sérstök-
um lykli (heimiliskrani). Krana
þennan átti Árni gjaldkeri Filippus-
son í Ásgarði við Heimagötu (nr.
29).
213. Stjóri, ljós á litinn. Líklega
erlend steintegund, sem flutzt hefur
hingað seglfesta með erlendu skipi.
Síðan gerður stjóri úr steininum.
214. Stjóri. Flatur blágrýtissteinn
með gati í miðju. í gegnum það var
rekinn eikarstokkur, sem veitti við-
nám við sjávarbotninn. í brún stjór-
ans er gat fyrir legufærið. Þessi
„steinakkeri“ voru oft notuð á opnu
hákarlaskipunum, þegar legið var
með handvað á hafi úti dægrum sam-
an.
215. Stokktré, tvö af gamalli gerð.
Fimm strengja tré. Þessi gerð af
stokktrjám mun vera hin uppruna-
lega. Og voru línu-stokktré þessi í
notkun fram yfir síðustu aldamót.
216. Stokktré, lítil, strengjastokk-
tré svo kölluð, af elztu gerð. Vissir
menn á vélbátunum höfðu aukaþókn-
un fyrir sérstök störf á bátnum, t. d.
lagningu línunnar. Þá var þóknunin
oft falin í afla á sérstakan línustreng
eða -strengi, sem þeir áttu og fylgdi
línunni á bátnum. Línustrengir þess-
ir voru „stokkaðir upp“ í þessi litlu
stokktré.
217. Stokktré af yngri gerðinni.
Þóttu liðlegri en eldri gerðin. Fljót-
legra að ná önglunum úr þeim, þegar
línan var beitt.
218. Stýri. Þetta stýri er af
,.Prestsbátnum“, sem svo var kallað-
ur, — íslenzkt jul, feræringur, sem
séra Oddgeir Þórðarson (Guðmund-
sen) sóknarprestur að Ofanleiti átti
og réri á til fiskj ar úr Klaufinni, þeg-
ar blíð voru veður að sumrinu. (Séra
Oddgeir var sóknarprestur hér 1889
—1924).
219. Stýri af norskri skektu, sem
Jónatan vitavörður Jónsson í Stór-
höfða átti og réri á að sumrinu úr
suðurvör í Vík suður (Stórhöfða-
vík).
220. Stýri af juli, fjögurra manna
fari. Julið hét Valdimar og var róið
á því til fiskjar að sumrinu um ára-
bil á fyrri öld. Lárus hreppstjóri,
bóndi og smiður á Búastöðum (d.
BLIK
201