Blik - 01.06.1972, Síða 90
Páll jökuljari og kennari Pálsson, með tveim börnum sínum: Guðrúnu Friðrikku og
Júlíusi.
verzlunarhúsiS Júlíanehaab, þar sem
hann gerðist þá verzlunarstjóri. Þess
vegna fékk barnakennarinn inni í
Jómsborg, þó að óvíst sé, hvort hann
kenndi þar eða annars staSar.
Páll barnakennari Pálsson var
fæddur aS Hörgsholti á SíSu 17.
ágúst 1848. Foreldrar hans voru
hjónin Páll „snikkari“ Pálsson pró-
fasts á Prestbakka og konu hans frú
GuSrúnar GuSjónsdóttur, sem var
alsystir Péturs GuSjónsens tónlistar-
manns, söngkennara og svo organ-
leikara viS dómkirkjuna í Reykja-
vík.
Páll barnakennari átti ættir aS
rekja til gáfaSra í háSar ættir og
hafSi ekki sjálfur fariS varhluta af
gáfum ættmanna sinna og dugnaSi,
þó aS honum yrSi minna úr en efni
stóSu til, eins og svo mörgum öSr-
um, því miSur.
Páll Pálsson lærSi undir skóla hjá
föSurbróSur sínum, séra Páli Páls-
syni á Prestsbakka, sem var kunnur
gáfu- og mælskumaSur. SíSan hóf
Páll nám í LærSa skólanum haustiS
1866, þá 18 ára gamall. Fjóra næstu
vetur stundaSi hann námiS þar og
stefndi aS stúdentsprófi. En hann
gafst upp eftir þessa fjóra vetur.
Næstu vetur bendir margt til þess,
aS hann hafi stundaS barnakennslu
á vetrum en unniS viS búskap hjá
bændunum í Vestur-Skaftafellssýslu
á sumrum.
VoriS 1874 kemur Mr. William
Watts, enskur lávarSur, vísindamaS-
ur og jöklakönnuSur, til Islands meS
þeirri fyrirætlan aS ganga yfir Vatna-
jökul um sumariS. Þegar leiS á sum-
ariS og veSrátta lofaSi batnandi
ferSaveSri yfir jökulinn, tók Mr.
Watts sér ferS á hendur austur í
Skaftafellssýslu. Fyrst og fremst
vildi hann hitta aS máli prestinn á
Prestsbakka, því aS honum treysti
hann bezt til þess aS leggja á vitur-
leg ráS, svo mikiS hafSi liinn enski
lávarSur heyrt af viti hans og snilld-
arráSum látiS, dugnaSi hans og for-
ustuhæfileikum. Þá hafSi séra Páll
veriS prestur í Skaftafellssýslu und-
88
BLIK