Blik - 01.06.1972, Síða 190
taumur, öngull og sjálft færið, sem
er þriggja punda lína. Það var oft
um 60 faðmar á lengd. Ongullinn er
smíðaður hér í Eyjum.
75. Handvaður, hákarlsveiðitæki,
með vaðsteini, eins og þau gerðust
hér á landi frá fyrstu tíð: Sóknin
(hákarlsöngullinn), með sigurnagla;
taumur, tengdur vaðsteininum með
sigurnagla. Neðri lykkjan á vaðstein-
inum hét ístað. Vaðsteinninn var
venjulega 5—7 kg á þyngd. Við efri
lykkjuna á vaðsteininum var tengd
allt að þriggja metra festi (keðja).
Svo var það á Austfjörðum. Við
hana var festur gildur kaðall, sem
kallaður var bálkur. Lykkja var á
efri enda kaðalsins. Var hún kölluð
vaðarhald. I hana var bundinn vað-
urinn sjálfur, færið (handvaðsfærið,
handvaðsstrengurinn). Oft var hand-
vaðsstrengurinn þríþætta, undinn
saman úr þrem línustrengjum 2—3
punda.
76. Handvaður með járnsökku.
Að öðru leyti var hann að gerð lík-
ur handvaði með vaðsteini. Sigur-
nagli var hafður beggja vegna við
sökkuna, við báða enda hennar.
77. Hákarladrepur, þ. e. tvíeggjað
stálblað í löngu skapti. Með hákarla-
drepnum var leitast við að stinga
hákarlinn ýmist í mænuna eða lijart-
að, þegar hann kom upp að skips-
borðinu. Hafsteinn Stefánsson, skipa-
eftirlitsmaður, gaf Byggðarsafninu
hákarladrepinn.
78. Hákarla-ífœra (geysistór krók-
ur). Þegar unnið hafði verið á
hákarlinum við skipssíðuna, var
stóru ífærunni krækt upp í ginið á
honum og hann dreginn upp í siglu-
tréð, svo að auðveldara væri að ná
úr honum lifrinni.
79. Hákarlaífœrur, minni gerð.
Þær voru notaðar til að hafa vald á
þessum risafiski, meðan lifrinni var
náð úr honum. T. d. var kviðhlutum
skepnunnar haldið sundur með ífær-
um, meðan lifrin rann úr henni. Eins
voru hinar minni ífærur notaðar
meðan trompað var, hákarlsskrokk-
arnir settir á tromptógið eða tromp-
festina til þess að geyma þá undir
kjöl, þar til heim var haldið úr há-
karlatúrnum, eins og það hét á
„tungu feðranna“ hér í Eyjum.
80. Hákarlasakka. Við Suður- og
Vesturlandið var hákarlinn veiddur
á „færi“, handvað svo kallaðan.
Meðan ekki fluttust til landsins járn-
sökkur, var notaður vaðsteinn á
handvaðinn. Járnsakkan er um það
bil 4 kg. Gefandi: Brynjólfur Einars-
son, bátasmiður, Boðaslóð 4.
81. Hákarlaskálm (-sveðja). Þeg-
ar ráðið hafði verið niðurlögum há-
karlsins og búið var að draga hann
upp í siglutréð, var hann ristur á
kviðinn að endilöngu til þess að ná
úr honum lifrinni. Þessi skurður var
gerður með sveðjunni miklu.
82. Hákarlaskutull smíðaður hér
í Eyjum.
83. Hákarlaskutull af hákarlaskipi
Jóns formanns og útgerðarmanns
Ingimundarsonar í Mandal, íslenzk
smíði. Jón var formaður á Mýrdæl-
ing, síðasta opna skipinu, sem héðan
188
BLIK