Blik - 01.06.1972, Síða 72
skiptar skoðanir skipuðu mönnum í
flokka, — harðsnúna flokka, — já,
meir en nokkru sinni fyrr.
Eins og fyrr og síöar var það sjáv-
arútvegurinn, sem skaut styrkustu
stoSunum undir alla afkomu Eyja-
búi. Og nú gerÖust þær stoðir veik-
ar mjög, þegar allar sjávarafuröir
féllu í verði á erlendum mörkuðum
ár frá ári.
Allar launagreiöslur bæjarsjóSs,
eins og annað, færðust í fjötra. Ekki
fengu barnakennararnir í Vestmanna-
eyjum sízt að kenna á launagreiðslu-
tregðunni. — Á fundi skólanefndar
16. maí 1935 lá fyrir bréf frá Stéttar-
félagi barnakennara í Vestmannaeyj-
um, eins og það er nefnt, þar sem
kvartað er yfir grómtækri óreiðu á
launagreiðslum bæjarsjóðs til kenn-
araliðsins í bænum. Tekiö er fram í
bréfi þessu, að sumir barnaskóla-
kennararnir hafi þá ekki fengið
greidda eina krónu af launum sínum
úr bæjarsjóði í heilt ár. Kennararnir
fleyttu þá fram líftórunni á þeim
hluta launanna, sem ríkissjóður
greiddi þeim.
Á þessum fundi sínum gerði skóla-
nefndin þá samþykkt, að rekstrar-
styrkur ríkisins til barnaskóla Vest-
mannaeyja skyldi sendur skólanefnd-
arformanni, svo að hann gæti notað
féð einvörðungu í þágu barnaskólans.
Þessari samþykkt skólanefndar fékkst
ekki framgengt.
Að sjálfsögðuhöfðuþessi greiðslu-
og launamál ábrif á afstöðu kennara-
stéttarinnar í bænum til hinna alls
ráðandi valdhafa í bæjarfélaginu,
70
Jafnframt sveið þeim hinum sömu
bréf kennarasamtakanna um greiðslu-
tregðuna og óreiðuna í launagreiðsl-
unum. Kennurunum beið þegjandi
þörfin á rækilegri hirtingu!
Þó nokkur hluti kennaraliðsins
hafði tileinkað sér skólahugsjónir
Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem
var menntamálaráðherra um eitt
skeið, og þeir dáðu framtak hans og
dugnað í skólamálum þjóðarinnar.
Þessir eiginleikar hans og hugsjóna-
mál voru þyrnar í augum allra kyrr-
stöðumanna í landinu. Þeir hötuðu
þennan mann og fyrirlitu alla, sem
hylltust að hugsjónamálum hans.
— Og nú dregur að leikslokum.
Holskeflan mikla er í aðsigi, — Alda
rís og alda hneig. Fall hennar var
mikið og táknrænt fyrir þá menn-
ingu, sem ríkjandi var þá og hafði
veriö ríkjandi um langt árabil í
Vestmannaeyjum, konsúlamenning-
una, sem ég hef nefnt svo.
Undanfarin 10 ár eða frá 17. nóv.
1928, hafði aöeins eitt stjórnmála-
blað veriö gefið út í Eyjum sam-
fleytt. ÞaS var blaðið Víðir, blað
valdhafanna í bænum, blað konsúla-
valdsins í kaupstaðnum, sem átti 6
fulltrúa af 9 í bæjarstjórninni fyrir
atfylgi hinna fjölmörgu smáatvinnu-
rekenda í bænum og fylgifiska þeirra.
Á þessum árum hófu ýmis blöð
göngu sína í bænum. Flest voru þau
eitthvað annað en stjórnmálablöð,
svo sem íþróttablöö og grínblöð. En
brátt tóku flokkarnir að gefa út áróð-
ursblöS fyrir málstað sínum. Og þá
hófst taugastríðið hjá hinum allsráð-
BLIK