Skírnir - 01.01.1886, Page 13
ALMENN TÍÐINDI.
15
Goubareff að nafni. J>að heitir «Sósíalismus vorra tíma (Le
Socialisme á notre Époque)», og þ6 það játi hinar miklu mis-
fellur á skipun þegnfjelagsins og allt það vanrjetti, sem litil-
magnarnir verða að þola, vill það engan veginn fallast á hinar
gömlu kenningar jafnaðarfræðinganna, sem ætla og heimta, að
stjórn þegnfjelagsins geri alla jafna og jafnsæla, eða með
öðrum orðum: geti tekið fram fyrir hendurnar á náttúrunni,
þeim öflum, sem menninir aldri fá markað skeið eða við ráðið.
v Slikt lögregluvald, sem fjelagsfræðingar sósíalista hafa haft sjer
fyrir augum, yrði óþolandi harðstjórn, utan hitt ætti að takast
að breyta mönnum í vitundarlaus tól eða vinnuvjelar. Höf-
undurinn bendir, sem hinn fyrnefndi, á þjóðráð eða úrræði,
'sem hann ætlar muni reynast bót allra meina. Hann vill að
menn setji saman alþjóðalög (C'ode international), sem eiga að
leggja höpt á öfund og miskliðir með stjettum þegníjelagsins
gera enda á þjóðastríðum, og hamla því öllu sem spillir efna-
hag og atvinnukostum manna og þjóða, og svo frv. í lög-
setningarnefndina eiga að koma valinlcunnustu og vitrustu
menn, sem finnast hjá mannkyninu, og slikir afburðamenn skuli
sitja í alþjóðadóminum, og gerð hans skal fylgt áfrýjunarlaust.
«Oheppilegt», hafa sum blöð sagt, «að hinn háttvirti rithöf-
undur hefir ekki gert nánari grein fyrir, hvernig slíku mikil-
ræði skal á framfæri komið». það skiptir nokkuð í tvö horn,
þegar til þýzkalands kemur, því hjer er meiri ráðs og still-
ingarbragur á tiltektum sósíalista, og samheldi þeirra betra,
þó þá skilji á í sumum höfuðgreinum og þeir deilist i flokka.
Hjer er rækilegar á öllu tekið enn á Frakklandi, hvort sem
litið er til rita og ræðufunda eða annara atgjörða. Allt um
það mun þó rjett álitið, að sósialismus hafi nú i báðum lönd-
unum sveigzt í líka stefnu, er hann hafi — sem sumir komast
að orði — «sogast inn í hringiðu pólitiskra rasta». í báðum
löndunum er aðalverksvæði sósialista nú á þingunum, og þar
eru forustumenn þeirra komnir í flokkabenduna, þar sem barizt
er um framgöngu nýmæla eða aptulrekstur. En sá er munur-
inn, að sósíalistar Frakka eru orðnir að byltingavinum og
leggja á þinginu lag sitt við frekjuflokkana, þar sem hinir