Skírnir - 01.01.1886, Side 37
ENGLAND.
39
Castle og vísa þaðan útlendum mönnum, en skipa þar irskum
mönnum í þeirra stað og í öll umboð, sem innlend mál varða.
þetta ætti þingið nýja að vinna, enda mundi það koma ensku
þjóðinni að betra haldi, og ávinna henni meiri sóma meðal
þjóðanna í Evrópu, en peningaútaustur til hers og flota og
hjegómleg tilhlutun um sum erlendismálin*), og það mundi
styrkja ríki Bretadrottningar meir enn frekari landnám eða land-
vinningar í öðrum álfum. Að ræðu hans var bezti rómur gerður
og fundarmenn hjetu að halda trúnað við Gladstone og kváð-
ust treysta á hans apturkomu til stjórnarvaldanna. Um þær
mundir og til þess eptir þinglok ljet Gladstone litið á sjer
bera og fátt til sín taka, enda var hann lasburða um noklturn
tima og ferðaðist að loknu þingi til Noregs sjer til hressingar.
En þegar hann kom heim aptur, ljet hann skjótt til heyra.
Hann sendi kjósendum sínum langt ávarpsskjal, þar sem allir
frelsismenn voru minntir á að halda iraustlega saman og láta sjer
sem fæst verða svo að áskilnaði, að til sambandsslita drægi.
þetta til hinna frekari mælt i framsóknarliðinu. I raun og veru
íjellst hann á það flest, sem Chamberlain hafði fram tekið á
fundunum, eða á frumhugsanir hans, nema aðskilnað kirkju og
rikis og afnám lávarðadeildarinnar. , Um Irland talaði hann
varlega og heldur á víðáttu, en sagði að eins, að því bæri svo
mikið sjálfsforræði, sem gæti samþýðst við samband beggja
landanna og drottinráð og rjett hinnar ensku kórónu. Honum
hefir þó þá þegar legið hið sama niðri fyrir, sem hann siðar
ljet uppskátt. Hann var Irlandi vinveittur. á sjálfum kjörfund-
inum í Edínaborg, en ekki berorðari enn fyr, og þó Parnell
yrði að játa, að honum hefðu vel orðin farizt, kvazt hann verða
meira að vita um ráð Gladstones og alvöru hans áður hann
viki til hans von sinni og trausti. Eptir kosningarnar sagði hann
*) Chamberlain, Dilke og fl. hinir fremstu í þeim flokki hafa óbeit á
afskiptum utanríkis, sem hafa eða geta haft herbúnað eða ófrið i för
með sjer. J>eir áttu báðir sæti í ráðaneyti Gladstones þegar suður
skyldi sótt til Karthum, en gerðu allt nauðugir og höfðu hugann á
engu meir enn að leysast sem fyrst úr öllum vanda á Egiptalandi.