Skírnir - 01.01.1886, Síða 38
40
ENGLAND.
samt við mann (frjettaritara blaðs í Boston — Boston Herald),
að hann vænti nú af frelsisflokki þingsins úrlausnar á írska
málinu. A kosningunum stóð frá miðju nóvembers og nokkuð
fram í desember. Viggar eða Gladstones liðar báru hjer enn
hærri hlut og náðu 333 þingsætum, Tórýmenn 251 og Parnells-
menn, eða þjóðernisliðar Ira, 86. það virðist sem Tórýmenn
hafi enn talið Parnells liða ekki ólíldeglega til fylgdar við sig,
og þvi sagði Salisbury lávarður ekki undir eins af sjer, þegar
kosningum var lokið, en mun hafa viljað fyrst sjá. hverjum
þeir vildu lið sitt veita. Nú var þá svo komið, að þessi flokkur
þingsins átti það undir sjer, hvað þar skyldi ná framgöngu —
og sum blöð sögðu í hálfskopi, að ráðherrar Bretadrottningar
sætu við stjórnina «af náð Parnells». Skömmu eptir kosning-
arnar kom sá kvittur upp, að Gladstone hefði kvatt til sín
helztu skörunga síns liðs til ráðagerða, og samið við þá um,
hverjir kostir Parnell skyldu boðnir Irlandi til handa, en siðar
bætt við, að þeir Gladstone hefðu við hann sjálfan samið og
orðið á öll höfuðatriði sáttir. það getur verið sannhermt, þó
vjer vitum ekki sönnur á, en kurinn varð ekki lítill i blöðum
Tórýmanna, og sumir af aldavinum Gladstones og forustumönn-
um Vigga, t. d. Hartington, Goschen og fl. flýttu sjer að láta
alþýðu manna vita, að þeir mundu ekki fallast á sjálfsforræði
íra, en skiljast heldur fyr við bandamenn sína enn þola ný-
mælaframgöngu, sem þar að lyti. Viðkvæðið var hjer enn sem
víðar, þegar sjálfsforræði lands eða ríkisparts er hreyft gagn-
vart ríkisheildinni, að nú ætti að leysa sundur hið eldgamla
enska ríki, Parnell og hans málsinnar voru ríkisfjendur — eins
og sumir nefnast á þýzkalandi — og þeir villtir og trylltir og
illum öndum háðir, sem við þá vildu lag sitt leggja. Eptir
ummælum sumra hægri blaða bæði á Englandi og í öðrum lönd-
um varþað ekki annað enn óstýrilát metorða- og hjegómagirnd
sem knúði Gladstone gamla til að ráða enn undir sig stjórnarfor-
ræðið og leggja hjer á móti í blindni sinni veg og velfarnan
ættjarðar sinnar. Hið nýja þing var sett 21. jan. þ. á., og ók
drottning þá með mikilli viðhöfn og hirðprýði til þinghallar-
innar, og virtu menn það svo, sem hún vildi gefa fólkinu í