Skírnir - 01.01.1886, Side 44
46
ENGLA.ND.
en því varð ekki neitað, að hann hafði gerzt nokkuð offari í
aðferð sinni við stúlkuna sem fyr var nefnd, og á henni lögin
brotið. Hitt látum vjer liggja milli hluta, að sagnir blaðsins
hafi hneyxlað ungan lýð, en það gerði annað blað — Toim Talk
— með myndaskrípum, sem færði myndir eða uppdrætti af
þvi, sem sögurnar voru um. Að margir af stórmenninu yrðu
Stead gramir, má nærri geta, og svo varð hann að gjalda
einurðar sinnar, að hann hlaut að sleppa ritstjórn blaðsins.
það alþjóðafjelag fær meiri og meiri vöxt og viðgang hjá öll-
um þjóðum, sem i mannúðarinnar og kvenrjettindanna nafni
vill óhelga og afnema öil lög og lagavenjur um pútnahald.
það hjelt ársfund sinn i Antwerpen i september og var Stead
meðal fundarmanna, því dómurinn var þá ekki upp kveðinn á
sök hans, og talaðist honum fjallræðulega — ef svo mætti að
orði kveða — um allar þær siðleysis svivirðingar sem við
gengjust i stórborgunum í augsýn löggæzluvaldsins.
Vjer nefndum að framan nýmæli um hýbýlabætur fyrir
verkmannalýð í Lundúnum og öðrum borgum. það hafði hjer
á undan farið, að stjórnin hafði — að því oss minnir i hitt
eð fyrra — sett nefndir manna til að rannsaka hýbýlakosti
verknaðarfólks i borgunum, og áttu skýrslurnar frá Lundúnum
óheyrilegum eymdabýsnum að lýsa. Hjer var talað um hreysi
og kytrur 5 álna á lengd, 4 á breidd og 2llt alin til lopts —
með rifnum gólfum og loptum, þar sem 6—10 mannskepnur
áttu að hýrast og í sumum á því reki eða litlu stærri grísar
og hænsni að auki. Hjer var matbúið og matazt, þegar fæðuna
gaf, hjer var setið og sofið og hjer skyldi hungur og þjáningar
þola. Odaunninn og óþrifnaðurinn fram úr öllu hófi, og sum-
staðar láu lík, sem biðu greptrunar, af því efnin vantaði. —
það er meðal margs annars í fyrirmælum hinna nýju laga, að
borgirnar taka að sjer húsagerð handa verkmannafólki og leigja
þvi hús fyrir tiltekið leigugjald, og strengilegra eptirlit .boðið á
þeim ibúðarhúsum og hýbýlum, sem einstakir menn bjóða
verkmannafólki og þeirra leigumála.
Landher Englendinga er lítill í samanburði við herafla
annara Norðurálfuþjóða, enda hafa þeir ekki viljað lögleiða