Skírnir - 01.01.1886, Side 56
58
FRAKKLAND.
Árið sem leið var kosið til beggja þingdeilda. þann 25.
janúar voru kosnir til öldungadeildarinnar 87 menn og voru
af þeim 67 af þjóðveldisliði. Lögin um listakosningar voru
samþykkt 25. maí, og eptir þeim var kosið til fulltrúadeildar-
innar 4 október, endurkosið 18. s. m., og síðar í stað rækra
manna 18 fulltrúar eða 19. I þeirri deild eru fram undir 400
þjóðveldisliða, en af þeim 150 til frekjuliðs taldir. Blöðum
þjóðveldismanna kom saman um, að einveldissinnar hefðu
haldið sjer betur saman við kosningarnar enn hinir, og hinum
síðarnefndu mátti þykja vel takast til, er þeirra megin voru
greidd 3 millíónir atkvæða. það rættist hjer, sem eitt sinn var
haft eptir Bismarck, þegar hann hafði heyrt, að Gambetta vildi
fá listakosningum framgengt, að þjóðveldismenn mundu þurfa
að vara sig á þeim, þvi klerkum og konungasinnum mundi
veita mun hægra enn fyr, að koma fortölum við og leyndar-
brögðum.
þriðja kosningin sem fram fór á Frakklandi var kosning
ríkisforsetans 28. desember. Jules Grévy var endurkosinn
á samgöngumóti beggja þingdeilda með 457 atkvæðum.
Grévy hefir nú þrjá um sjötugt, en kosningin er til 7 ára.
Einveldisliðar voru venju framar samhendir við kosning-
arnar, og þó deilast þeir enn ekki að eins i tvo höfuðflokka,
konungsrikisvini og keisarasinna, en hvorir eru tviskiptir sín á
milli. I konungsfylkingunni eru þó báðar sveitir svo undir
sama merki, að lögerfðamenn vildu ljúfir ganga undir merki
greifans af París, ef hann fengi konungsnafn, en þeir vona
síðar að koma málum sínum áleiðis, bæði um samverknað
konungdómsins og kirkjunnar eða klerkavaldsins og um fána
Frakklands með liljunum hvitu. Lögerfðamenn mæla ekkert á
mútur, þeir segja hreint og beint: «Reisum upp fyrst veldis-
stól Frakkakonungs, svo mun kirkjan ná sínum rjetti!» Orlean-
ingar eru varkárari, þeir — eða blöð þeirra, t. d. höfuðblaðið
«Soleil (sólin)» — tala ekki beinlinis um konungsríkið eða
þess endurreisn, en um það ríki og stjórn, sem geti rjett hlut
Frakklands í Evrópu, leiðrjett ávirðingar þjóðveldisins innan-
rikis og utan, bætt úr vanhögum þjóðarinnar, einkum fjárhags-