Skírnir - 01.01.1886, Qupperneq 72
74
ÍTAUA.
hinna fyrri, nema Manciní, og annar ráðherra (innanrikism.).
Við utanrikismálum tók siðar Róbilant greifi, sendiherra Italiu-
ltonungs í Vínarborg. f>etta var eptir miðsumar, og síðan var
i blöðunum litið minnzt á nýlendupólitik Itala, nema hvað
stundum var við komið, að hún hefði verið byrjuð með lítilli
forsjá, og mundi þvi nokkurn tíma niðri liggja. I borgunum
við Rauðahaf hafa þeir enn nokkrar setuliðssveitir, og munu
ætla i lengstu lögþeim stöðvum að halda, verzlun sinni og sigl-
ingum til tryggingar, bæði úm Rauðahaf og í Indlandshafi, og
til að koma Italíu í viðskiptasamband við Súdan og Abessiniu.
I Túnis reka Italir mikla verzlun og margir af þeim hafa
þar ymsa atvinnu. Stundum vill snurða hlaupa á sambúð
þeirra við Frakka, og í fyrra sumar lá við misklíðum út af
þvi, að ítalskur maður hafði barið í andlit frönskum foringja,
en hann ekki getað komið sverði sínu við til að launa höggið.
Fyrir þetta varð italski maðurinn að sæta hegningu, en þegar
hann var fjótraður og færður á burt til varðhalds í Alzír, þustu
margir landa hans saman, gerðu óspektir á járnbrautarstöðinni
og hreyttu illyrðum að hinum frönsku yfirvöldum. þeim eirði
líka illa, er hershöfðingi Frakka bauð strengilega öllum fyrir-
liðum sínum að neyta sverða sinna, hvenær sem svo bæri undir
sem nú, eða nokkur dirfðist þá að móðga. Eptir langar við-
ræður þeirra Freycinets og sendiboða Itala í París sljettist þó
yfir þetta mál án frekari afleiðinga.
Umbertó konungur er sami vinsældarhöfðingi þjóðar sinnar
eg hann ávallt hefir verið. 14. marz er hans afmælisdagur,
og var hann í fyrra mjög hátíðlega haldinn í öllum borgum á
Ítalíu. Mikið um uppljómun og hátíðarskrúð Rómaborgar, en
þann dag lagði konungur hyrningarsteininn undir minnisvarða
■Cavours, í viðurvist drottningar, birðarinnar og alls hins rnesta
stórmennis. Bróðir hans, hertoginn af Aosta, var þann dag í
Túrín, en þar voru þá, sem í fieiri borgum, merki vígð handa
hinum nýju hersveitum Itala, og þeim seld í hendur.
Leó páfi situr við sinn keyp og vill ekki taka sáttum við
konungsríkið, eða fallast á þær lyktir, sem stafa frá ofbeldi
þess við páfastólinn. Á hinn bóginn varast hann þau gífur-