Skírnir - 01.01.1886, Qupperneq 74
76
ÍTALÍA.
óvina heilagrar kristni. — Að vísu yrðu klerkar prótestanta að sam-
þykkjast það flest eða allt, sem fyr er sagt, en það er hægt
að sjá, að hjer var talað — sem von var af Rómabiskupi —
af anda valds og rjettlætis, af frumtignavitund kirkjunnar og
hennar yfirhirða, sem kenna sig einbæra um að skera úr, hvað
Guðs lög sje, hvað heilög sannindi og hvað ekki. — Um
gerðardóm Leós páfa í þrætu Spánverja og þjóðverja, sjá næsta
þátt.
Mannalát. 30. apríl dó áttræður hershöfðinginn og
þjóðarhetjan Nicola Fabrizi. Síðan 1831 hefir hann verið
næstum við alla þá viðburði riðinn, þar sem Italir reyndu að
reka af sjer ófrelsisfjötrana, hvort sem hinir innlendu höfðingjar
höfðu lagt þá á þá eða aðrir. Hann barðist — til þess að
minnast á það helzta — í uppreisn Palermóbúa 1848 og sama.
ár i Milanó (móti Austurríki), siðar í Feneyjum, þá í Róma-
borg móti Frökkum, og gerði siðar fóstbræðralag við' Gari-
baldi, og fylgdi hpnum til Sikileyjar 1860. Hann barðist aptur
undir merkjum iians við Mentana (móti Frökkum) 1867. Um
hann var jafnan sagt, að hann væri þar jafnan í bardögum,
er hættan var mest og mest gekk á, eða sem í fyrri daga var
sagt, hirti hvorki um líf nje dauða. — I lok maímánaðar dó
85 ára gamall einn af ágætismönnum Itala, og valinkunnasti
maður. það var greifinn Mamiani della Rovere. 1848
var hann um tíma fyrir innanríkismálum hjá Píusi 9da, 1860
fyrir sömu málum í ráðaneyti Cavours, og siðar erindreki
ítala á ymsum stöðum, Eptir hann liggja bæði skáldrit og rit
í heimspeki.
S p á n n.
Efniságrip: Misklíðir við pýzkaland. — Kólera. — Alfons konungur
látinn, og fl. — Lát annars manns.
þrautasögu má frjettirnar kalla frá Spáni umliðið ár, en
þær eru nú afstaðnar, og að vonum eptirkastalaust. Vjer