Skírnir - 01.01.1886, Page 124
126
GKIKKLAND.
Grikkja er jafnan skammur aldur skapaður. J>eir þykja þá.
seigir fyrir, þegar þeir sitja við stjórnina 1 ‘/2 ár eða tvö.
Grikkir hafa ódeilt þing, og þar sitja 245 fulltrúar. Eptir
stjórnarskránni 1843 var þingið tvídeilt, en 1864 tóku Grikkir
af hina efri deild, eða öldungadeildina. Löggjöfin öll undir
lýðafli (kosninga) og þingflokkaafli komin. Foringjar flokkanna
reka svo hver annan frá ríki, sem þeim tekst atkvæðalið að sjer
að draga og neyta þar til mælsku sinni og öðru at-
gerfi. Forustumenn fiokkanna skilja hjer minnst pólitisk álit,
og liðsafnaðurinn fer eptir því, hve álitlega þeim tekst að færa
mönnum sanninn heim um glappaskot þeirra sem við stjórnina
sitja, gera þá valta í sessinum og gefa þeim ávæningar um
embætti og hlunnindi, sem flokk þeirra fylla. Að það sjeu
ekki pólitiskar skoðanir, sem deila flokkunum, sjest enn ljósara
af því, að þegar einhvers fyrirliðans missir við, þá fylkjast
fylgismenn hans opt undir merki mótstöðuflokksins, ef þeim
þykir svo vænlegar horfa. A þingum vill opt hávaðasamt verða
hjá hinum suðrænu þjóðum álfu vorrar, en frá Aþenuþinginu
er stundum af áflogum sagt. Svo bar að í júlí, er þingmenn
sátu yfir nýmælum um toll (neyzlutoll) á víni. þann dag var
steikings hiti, og einn þingmanna af mótstöðuflokki stjórnar-
innar fór fram á að fresta umræðunum. þá svarar annar úr
hinna liði: «Ef þú ert uppgefinn eða drukkinn, getirðu farið
út!» — Hinn: «Svo tala vitfirringar, aðrir ekki!» — Út af
þessu áflog og barsmíði um allan þingsalinn, og stóð íjórðung
stundar.
Grikkir þykjast til meira eiga að telja enn aðrir á Balkans-
skaga, og í rauninni þykir þeim ekki málum sínum skaplega
komið, fyr enn Mikligarður er orðinn höfuðborg hins griska
TÍkis. þeir ætluðu um tíma, að Rússar mundu styðja málstað
sinn, en af þeim draumi eru þeir nú vaknaðir. Allt um það
hafa þeir ekki sleppt góðum vonum, og i hvert skipti sem til
meiri tiðinda vill draga þar eystra, kemur i þá vigahugur, og
vilja þá til stórræða hætta. Svo var 1853, þegar Krímeyjar-
striðið byrjaði, og aptur 1877, en í hvorutveggja sinn hjeldu
Englendingar þeim aptur — í hið síðara skipti þó með heitum