Norðurfari - 01.01.1849, Qupperneq 53
FRELSIS HREIFINGARNAR.
55
hátt höldum vjer að hægast verði að skylja kviðurnar í Eddu og
elztu fornaldar sögurnar t. a. m. Örvarodds og Hervarar sögur,
sem vist eru áreiðanlegri enn mcnn halda. Gotar5' áttu aptur að
skiptast í margar þjóðir og eru þessar helztar af þeim, sem
menn vita um: Vendlar {Vandali), Borgundir og hinir öflugu
Austur- og Vestur-Gotar, sem svo frægir hafa orðið. En
þessar þjóðir koma oss ei við hjer: þær fluttust búferlum úr átt-
högum sínunv**, og nöfn þeirra eru liðin undir lok nema í sögum,
þó þær sjálfar lifi enn í öðrum þjóðum. Einn menjagrip eiga
menn þó eptir þær enn, sem sýnir af hverjum ættum þær voru —
það er útlegging Ulðlasar byskups af bibliunni; og þó hún ei væri
þá sver Alrekur Vestur-Gota konungur sig fullkomlcga í ættina með
orðum þeim, er hann sagði þegar hann tók Róm, og sem fræði-
menn hafa skrifað upp: hann var með lyð sitt fyrir utan borgina
og sendu borgarmenn honum þau boð, að þeir _ væru svo geysi-
margir að hann trautt mundi meiga við þeim; Alrekur glotti um
tönn og sagði: “því þjettara sem grasið er því betra er að slá”
— er þetta ei líkast því sem Skarphjeðinn mundi hafa sagt?
Jjjóðverjar skiptust í fornöld í tvær aðal-greinir Upp- og
Niður-jjjóðverjar; af hinum fyrri eru Frakkar, Svefar, Bæ-
verjar, Allemannaro.fl.; af hinum síðari eru Englar, Saxar,
Frísar o. s. frv. Mikill hluti Frakka fór til Gallíu og lagði hana
undir sig, sem áður cr sagt. Til Bretlands fóru Englar úr Sljcs-
vík og nokkuð af Söxum, einkum úr Holsetalandi, og stökktu
burtu eða lögðu undir sig hina keltnesku Breta. Til Norðumbra-
lands og Skotlands fluttust líka margir Norðmenn og Danir, og
loksins kom Vilhjálmur Rúðujarl með _ hina völsku Norðmenn að
sunnan, og lagði undir sig England. A þenna hátt hafa smátt og
smátt skapast hinar ágætu þjóðir, sem menn nú kalla Skota og
Englendinga; þurfum vjer hjer ei að segja betur frá þeim,
allir þekkja afreksverk þeirra, og það væri að gjöra mönnum
smán að ímynda sjer annað — þar sem sagt er frá menntan og
frama, og því hvað mannkynið hafl komist lengst, þar er Eng-
lendinga getið. En þó margir af þjóðverjum færu erlcndis, þá er ei
svo um þá sem Gota, að þeir sjeu allir horfnir innanum þjóð með öðru
naTni: mestur þorrinn varð eptir í heimkynnum sínum og það eru
nú, ef menn dæma eptir ritmálonum, þessar þjóðir: j»j óð verj a r,
Hollendingar og Flæmingjar. 'jijdðverjum sjálfum er,
eins og allir vita, skipt í mörg smáríki, og þeir eru nú loks að
bera sig að verða að einu ríki eins og þeir þegar eru ein þjóð,
svo þeir geti einhvern tíma komið fram í veraldarsögunni eins og
* f*að er auðvitað að Gotar hjpr er haft í viðari merkingu enn almennt;
eiginlega voru það að eins Austur- og Vestur-Gotar, sem svo hjetu, en
Munch telur að bæði Borgunrlir og Vendlar hafi talað m.íljýzkur hins sama
ln.íls og þeir, og því kallar hann alla Gota.
** Munch heldur þetta kunni t fyrstu að hafa koinið af því að Norðmenn
þrengðu að þeim að norðan — en Atli kom þá líka með Hiina sina að austan.