Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 66
68
NORBURFARÍ.
öllu frelsi. N'eiti menn J>essu þá verða menn að samþykkja fyrstu
reglu harðstjórnarinnar, að stjórnin sje ei til mannanna vegna, en
menninnir stjórnarinnar vegna, hvort sem hún nú er í lifandi kon-
ungs liki eða líflausrar einingar. En til þessarar fásinnu og ómannlegu
hörku leiddist lærisveinn Sókratcsar vegna þess, að hann ætlaði að
gjöra jöfnuðinn, ekki jafnrjettið, að sannleika í lífinu. Til þess
að geta það, þyrftu menn að breyta þeim eldgömlu lögum, sem
allt mannkynið frá alda öðli hefur ósjálfrátt fylgt. En hver
dauðlegra manna mundi þá vera fær um að skapa ný frá rótum,
sem væru hetri enn þau, sem margra þúsunda alda reynsla hefur
staðfest, eg enginn veit hver í fyrstu setti ? Og þó hafa margir
orðið til að takast þetta í fang síðan Flatón rilaði sina bók, en
einkum þó á miðöldonum þegar menn svo ákaDega dáðust að fornu
Grikkjum og stjórnarháttum þeirra. Nefnum vjer hjer fyrst og
fremst bók þá sem enskur maður Thomas Morus gaf út 1516
og kallaði Utopia (Staðleysa); hún er skrifuð á líkan hátt og Platóns,
nema hyað ríkið hjer er heil eyja (Utopia) en ekki ein einstök
borg. A eptir honum skrifuðu margir menn, bæði frakkneskir og
italskir slíkar hugarburða bækur, allt fram til Rousseau’s; en lær-
dómur þeirra varð aldrei háskalegur fyrir mannfjelagið fyrr enn
þegar fyrsta byltingin varð á Frakklandi, og nokkrir menn tókust
á hendur að gjöra hann að sannleika og laga stjórn þjóðar sinnar
eptir hinni dauðu reglu, sem hinir höfðu geÐð. Fáir efast nú um
einlægni og góðan vilja Robespierre’s, en hinir kynnu heldur að
vera fleiri, sem ekki geta kallað hann mikin mann eða sannan
stjórnvitring: að ímynda sjer að hann gæti troðið upp á menn
nauðuga þeirri eða þeirri sljórnarskipan, sem honum nú þótti hin
bezta. Fyrirætlanir hans og vina hans fjellu líka allar um sjálfar
sig, og Frakkland lenti eptir harðstjórn hans aptur í þeim ánauðar
fjötrum sem það líklega seint ætlar að komast úr. Tilraun
Rabeuf’s að reisa við aptur stjórn Robespierre’s var ónýtt, og
síðan hefur sameignarlærdómurinn ekki lil'að nema í bókum og
tilraunum einstakra manna, sem þó hver hefur og hafði sitt álit
fyrir sig.
Skotlendingurinn Robert Owen er hinn fyrsti, sem á frið-
samlegan hátt gjörði tilraunir með sameignarlærdóminn, og stofnaði
smá fjelög, sem hann Ijet stjórna eptir lögum hans. Höfðingjar
á Englandi og einkum konungsbróðirinn, hertoginn of Kent, studdu
hann og styrktu prýðilega, því bonum datt ei í hug að fara að
með neinum ofsa eða óspektum. En ekkert ^r nú orðið úr fjelagi
því, sem hann stofnaði í New-Lanark, og hafði það þó staðist í
16 ár. Sama er að segja um það, sem hann síðan setti á stofn í
New-Harmony i Norður-Ameríku; það gekk nógu vel meðan hann
sjálfur stóð fyrir því, en fjell um sjálft sig þegar hann yfirgafþað.
Saint-Simon greifi, frakkneskur maður, missti i hyltingunni
allar eignir sínar, en í stað þess að gremjast henni fyrir það
fórnaði hann allri æfi sinni til að rita bækur um hvernig menn ættu að