Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 19
l9
við þetta ætti þá reglan að vera, að kjósandinn lcysi alla þingmenn
á landinu eða 30 menn alls. Eg vona að menn sjái þegar í stað,
hversu þetta er fráleitt. Það eru fæstir, sem þekkja 30 af þing-
mannaefnunum, og þótt þeir þektu þau 30, þá mundu fáir kjós-
endur með góðri samvizku geta gefið þeim öllum atkvæði sitt.
Auk þess sem þetta væri hið sama sem að skipa mönnum að
kjósa í blindni eða jafnvel gegn sannfæringu sinni, þá væri þetta
bygt á þeim ramskakka grundvelli, að hver kjósandi ætti í raun
og veru að ráða allri stjórn landsins, þar sem hver kjósandi á að
eins með atkvæði sínu að hafa áhrif á landsmálin í hlutfalli við
önnur atkvæði samlanda sinna.
Kjósandanum er nægilegt að hafa einn fulltrúa fyrir sig. Pegar
hann má velja úr öllum þingmannaefnum landsins, þá getur varla
hjá því farið, að hann geti eigi fundið einhvern fulllrúa, er hann
telur treystandi til að vera það. Ef hann svo vill styðja fleiri þing-
mannaefni, þá getur hann greitt atkvæði með þeim flokki, er hann
fylgir að málum. En það sýnist eigi vera rétt, að leyfa kjósanda
að kjósa fleiri eða færri þingmenn sitt úr hverjum flokki; atkvæða-
greiðslan verður á þann hátt bæði flókin og svo sjáum vér eigi,
hvert gagn er í því, að kjósendur séu að hringla þannig með at-
kvæði sín. Vér sjáum því, að tillaga Will. Scharlings prófessors
um það, að kjósandi gefi einum framboða atkvæði sitt, er á full-
um rökum bygð.
En eins og ég hef tekið fram, þá er eðlilegt, að kjósandi
geti greitt atkvæði með þeim flokki, er hann fylgir að málum.
Flestir hafa heyrt dæmisöguna um föðurinn og stafina. Pegar
faðirinn tók alla stafina í einu, þá var eigi hægt að bijóta þá, en
þeir hrukku allir sundur, þegar tekinn var einn og einn. I’aö er
mikill munur á því, hvort kjósendur eru á tvístringi og sundrungar-
andi ræður meðal manna, eða hvort menn sameina sig og fylgja
ákveðinni stefnu.
Pess vegna eru í öllum siðuðum löndum stjórnmálaflokkar,
sem fylgja einhverri ákveðinni stefnu í velferðarmálum landsmanna.
Sérhver kjósandi verður að gjöra sér ljóst, hvort hann vill fylgja
nokkrum flokki, og ef svo er, þá hverjum flokki hann vill fylgja
að málum. En ef þetta er rétt, þá er einnig rétt, að kjósandinn
geti sýnt það með atkvæðaseðli sínum, hvern flokk hann vill styðja.
Eftir reglu Hagenbach Bischofs við hlutfallskosningar er það
beinlínis ákveðið, að kjósa skuli eftir framboðaskrám. Kjósandinn