Eimreiðin - 01.01.1900, Page 37
37
borgið, þó að veturinn herjaði gjörvalt landið og næmi sér ból-
stað uppi á þekjunni.
En ímyndun mín hafði skamma stund flogið, þegar hún væng-
brotnaði: Von litla misti heilsuna. Áður var hún blómleg og rjóð
ásýndum. En nú varð hún þunnleit og döpur. Augnaráðið varð
ýmist flóttalegt eða starandi. Hún varð glámskygn, sá vofur í
dagsbirtunni, eldglæringar í hálfrökkri og þokuhillingar í sólskini.
Svo varð hún einræn og utan veltu, vildi ekkert, sem í boði
var, en æskti hins, sem var ófáanlegt. Sjónhverfingunum, er hún
varð fyrir, fylgdi hugsýki, sem ekki varð komið á flótta. Hún
þornaði inn í sjálfa sig, visnaði öll og veslaðist upp og seinast
varð hún að kryplingi. Hún tók stakkaskiftunum smámsaman; en
þessi varð endalyktin.
En því vanheilli sem hún varð, þess vænna þótti mér um
hana.
í fyrstu var hún uppsprettulind gleði minnar og framtíðar-
drauma. En nú vöfðust allar instu tilfinningar mínar um hana og
knýttust. Milli okkar lágu duldir þræðir, nokkurs konar blóðbönd,
sem fluttu áhrif og tilfinningar milli okkar svo fljótt og rakleiðis,
sem hljóðöldur berast í lausu lofti.
Hún gat ekki frá mér farið og ég gat ekki séð af henni né
við hana skilið. Hún var eina myndin, sem blasti við augum
mínum á daginn og hún leiddi drauma mína á götu hverja nótt.
Ég hefði getað sætt mig við, að láta hana í klaustur, úr því
sem nú var að ráða; því að hún var guðelsk, þó ótrúlegt kunni
að þykja, þar sem hún var dóttir mín.
En ekkert klaustur var til í landinu.
Svo fór ég til læknanna og spurði þá ráða.
En í lyfjabúðum þeirra var ekkert að hafa nema spíritus.
Eg gekk í sölubúðirnar, þrengdi mér gegnum slæpingaþvög-
una innan við dyrnar og skimaði í hólf og gólf.
En þar var ekkert til, er sjúkum mætti að gagni verða, ann-
að en »lífs«-bittir og voltakross.
Reyndar voru hillurnar hlaðnar náklæðalíni og líkkistusvertu,
sem kom í góðar þarfir síðan læknunum fjölgaði. En ég lét þá
blessun liggja kyrra. Ég ætlaði aldrei að kistuleggja barnið, þó