Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 37

Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 37
37 borgið, þó að veturinn herjaði gjörvalt landið og næmi sér ból- stað uppi á þekjunni. En ímyndun mín hafði skamma stund flogið, þegar hún væng- brotnaði: Von litla misti heilsuna. Áður var hún blómleg og rjóð ásýndum. En nú varð hún þunnleit og döpur. Augnaráðið varð ýmist flóttalegt eða starandi. Hún varð glámskygn, sá vofur í dagsbirtunni, eldglæringar í hálfrökkri og þokuhillingar í sólskini. Svo varð hún einræn og utan veltu, vildi ekkert, sem í boði var, en æskti hins, sem var ófáanlegt. Sjónhverfingunum, er hún varð fyrir, fylgdi hugsýki, sem ekki varð komið á flótta. Hún þornaði inn í sjálfa sig, visnaði öll og veslaðist upp og seinast varð hún að kryplingi. Hún tók stakkaskiftunum smámsaman; en þessi varð endalyktin. En því vanheilli sem hún varð, þess vænna þótti mér um hana. í fyrstu var hún uppsprettulind gleði minnar og framtíðar- drauma. En nú vöfðust allar instu tilfinningar mínar um hana og knýttust. Milli okkar lágu duldir þræðir, nokkurs konar blóðbönd, sem fluttu áhrif og tilfinningar milli okkar svo fljótt og rakleiðis, sem hljóðöldur berast í lausu lofti. Hún gat ekki frá mér farið og ég gat ekki séð af henni né við hana skilið. Hún var eina myndin, sem blasti við augum mínum á daginn og hún leiddi drauma mína á götu hverja nótt. Ég hefði getað sætt mig við, að láta hana í klaustur, úr því sem nú var að ráða; því að hún var guðelsk, þó ótrúlegt kunni að þykja, þar sem hún var dóttir mín. En ekkert klaustur var til í landinu. Svo fór ég til læknanna og spurði þá ráða. En í lyfjabúðum þeirra var ekkert að hafa nema spíritus. Eg gekk í sölubúðirnar, þrengdi mér gegnum slæpingaþvög- una innan við dyrnar og skimaði í hólf og gólf. En þar var ekkert til, er sjúkum mætti að gagni verða, ann- að en »lífs«-bittir og voltakross. Reyndar voru hillurnar hlaðnar náklæðalíni og líkkistusvertu, sem kom í góðar þarfir síðan læknunum fjölgaði. En ég lét þá blessun liggja kyrra. Ég ætlaði aldrei að kistuleggja barnið, þó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.