Eimreiðin - 01.01.1900, Qupperneq 67
67
aður upp úr margvíslegu efni, en sjálfsagt allsterkur; framan úr
húsinu standa langir plankar, drögur fyrir svalir (Altan), líklega
ætlað til þess að halda ræður á, en ekki er þetta enn smíðað, og
geta engir náð þar fótfestu nema fuglar himins. Par skamt fyrir
innan er hús Péturs Hjaltesteðs úrsmiðs, stórt og mikilfengt og
alt járni varið; þar eru gluggarúður svo stórar, að heila klukku-
stund þarf til að horfa á hverja þeirra, og fyrir innan er sægur af
úrum, fiðlum, zítherum, flautum, harmóníkum og alls konar hljóð-
færum, og gengur alt og glamrar af sjálfu sér, hreyft af ósýni-
legum höndum, svo alla sundlar, sem nærri koma, og hættir þetta
ekki fyr en að kvöldar, þegar meistarinn segir sitt töfraorð: »þegið
þið«. Nokkuð innar er hið mikla hús Schau’s steinhöggvara, eins
og kastali, með flötu þaki, svo menn skyldu halda, að menn væru
komnir suður í Egyptaland eða Arabíu, því hér geta menn gengið
uppi á húsinu og litast um; í stórrigningum dynur á húsinu eins
og þruma. Par bjó Jón Hjaltalín og Guðrún Hjaltalín eitt ár og var
þar þá fallegt um að litast, alt með myndum og málverkum og
ýmsu skrauti, og sigurverk með fugli, sem kom fram hverja
klukkustund og galaði Bjarkamál, eins og haninn yfir köppum
Hrólfs kralca.
Pá höldum vér nú lengra nær höfuðborginni og fram hjá
mörgum húsum; þar er enn til vinstri handar steinhús Jónasar
Jónssonar, sem gætir málverkasafnins og slær trumbuna, þegar
uppboð á að vera; — eigi að drepa einhvern, þá er líklegt að
trumban verði slegin; en þetta er engin barlómsbumba, heldur
uppboðsbumba, manntalsþingsbumba og bæjarbumba. Par hér
um bil gagvart er hús Benedikts kaupmanns Pórarinssonar, tví-
loftað og stórt hús og járnklætt; þar er sölubúð og nýtt brauðgerðar-
hús, og var mikil þörf á því, þar sem langt var orðið að sækja
brauðin niður í bæinn, þegar húsunum og fólkinu fjölgaði svo
óðum. — Pá göngum vér fram hjá nokkrum húsum enn og kom-
um að einu litlu húsi til hægri handar, þar við húsið er garður og
klettar allmiklir í jarðfastir, og ekki ólíklegt að álfar búi þar, en
að eyrutn vorum ber eins og fjarlægan orgels-eim og fiðluhljóð,
og er sem alt húsið syngi og hljómi, en enginn maður sést; húsið
er úr timbri og segja sumir, að sá viður sé úr Argó. hinu nafn-
fræga töfraskipi, sem Grikkir fóru á til Kolkis, þegar Jason sótti
gullreifið, en Aþena hafði látið talandi grein af Dódónu-eik í fram-
stafninn; en aðrir segja húsið bygt úr viði af hinu syngjandi tré,
5’