Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 79
79
blettinn er lækjarbakkinn bæjarmegin hlaðinn upp með tegldu
grjóti, hefur kannske þótt skömm að, að láta hið sama vera ávalt
fyrir augum landshöfðingjans, sem aðrir verða að þola. Áður
voru og grindur fram með læknum bæjarmegin, en nú eru þær
horfnar fyrir löngu, líklega til þess að auka frelsið, svo að hver
geti drepið sig sem vill, eða eigi hægra með það.
Vér skulum þá minnast á þær byggingar, sem eru næst lækn-
um, fyrir ofan hann og neðan í’ingholt.
Fram með læknum að ofan eru flatir, sem hallast niður að
læknum, og standa þar fjórar álitlegar byggingar. Austast og
næst Bankastræti er hið alkunna og gamla bökunarhús, sem ávalt
nefnist »Bernhöfts bakarí«, það er upprunalega bygt af Knudtzon
stórkaupmanni og fékk hann útlendan mann, að nafni Bernhöft, til
að standa þar fyrir brauðagerð; var Bernhöft fátækur maður framan
af, en reglusamur mjög og græddist fé, svo hann varð eigandi
þessarar stofnunar, og var hún lengi ein um hituna og gat lengi
fullnægt bænum, á meðan hann óx ekki mikið; en síðan hefur
önnur orðið raunin á. Bernhöft gamli var elztur borgari í Reykja-
vík og andaðist í hárri elli, en börn hans og barnabörn hafa haldið
þar áfram og hefur þetta hús ávalt verið í miklu áliti. Húsið sjálft
er mjög vandað og var lengi fram eftir, og er enn, með helztu
húsum bæjarins; þar eru stórar útbyggingar á bak við og fagur
blómgarður fyrir framan með skrautlegum reitum; þar var sólskífa
í miðjum garðinum, og þar voru oft haldnar endur og gæsir og
aðrir alifuglar, stundum kanínur. — Tkí er þar fyrir sunnan hús það,
er Stefán Gunnlaugsson landfógeti lét byggja, en síðan átti M.
Smith kauptnaður, þar bjuggu þau hjón rausnarbúi, Smith og kona
hans, Ragnheiður Bogadóttir Benediktssonar, einhver hin mesta og
álitlegasta hefðarkona hér á landi; eftir lát Smiths keypti Hannes
Hafstein húsið og bjó þar, þangað til hann varð sýslumaður og
bæjarfógeti á ísafirði, en þá keypti Guðmundur Björnsson héraðs-
læknir húsið og býr þar nú. Fyrst var húsið lítið, þegar Stefán
var í því; þar ólust þeir upp Ólafur Gunnlaugsen og Sæmundur
frændi Stefáns; húsið var einnig merkilegt að því leyti, að þar var
miklu hærra undir loftið í herbergjunum en í nokkru öðru húsi
hér, að undan teknu »ytirréttarhúsinu«, þar sem prestaskólinn er
nú; en Smith lét stækka húsið mikið og setja »kvist« ofan á það,
og allmiklar útbyggingar eru þar á bak við. Flötin fyrir framan
húsið er fögur og hallast ofan að læknum; brunnur er á flötinni