Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 85
«5
Sigfús húsið og dubbaði það alt upp og bygði ofan á það stór
herbergi, svo það er eitthvert hið mikilhæfasta hús í bænum, með
loftsvölum; þar er ljósmyndahús uppi og þar myndaði Fúsi lengi
múg og margmenni, og þótti enginn með mönnum teljandi nema
hann væri myndaður af Fúsa; gekk þetta lengi, þangað til Fúsa
leiddist, og tók þá Daníel mágur hans við; en í neðri herbergjun-
um er bókaverzlun allmikil; þar er »Nýja sálmabókin«, þar sem
sextíu og sjö sálmar byrja á »Ó« og átján á »Jeg«. Par í einu
herbergi hafði Fúsi »Graphófónitin«, sem hann kom hingað með
fyrstur manna og lét syngja á hann og leika lög og orð með
göldrum. — Far næst er tvíloftað hús, sem upprunalega var bygt
af Ahrens mylnumanni, og var þá þegar mjög snoturt; það hús
keypti Helgi biskup Thordersen og bjó þar, eftir að kann flutti
frá Laugarnesi, og þar andaðist hann; en eftir hans dag var húsið
leigt út og bjuggu þar ýmsir: Dr. Jón Hjaltalín og eftir hann
Benedikt Gröndal nokkur ár; seinast keypti Bjarni á Esjubergi
húsið og bjó þar niðri ásamt tengdasyni sínum Porláki Ó. John-
son; þar andaðist Bjarni, en I’orlákur lét byggja við báða húss-
endana, svo húsið er nú helmingi lengra en það var upprunalega.
Pað er mjög fagurt hús og stór herbergi. — I’ar næst er fremur
lítið hús, einloftað, bygt af Jóni Borkelssyni rektor, sem þá var
kennari við latínuskólann; en síðan keypti Helgi Hálfdánarson
húsið og bjó þar, þangað til hann flutti upp í húsið, sem átt hafði
Bergur Thorberg; síðan keypti Eggert sýslumaður Briem húsið og
andaðist þar; er það síðan eign þeirra ættmanna. — I’ar næst er
hús dr. Jónassens, landlæknis; en hann lét byggja það um 1874, ein-
loftað með kvistum beggjamegin; það er mjög snoturt hús og
höfðinglegt að fyrirkomulagi; dyrnar eru á suðurgaflinum, og hefur
það tíðkast mjög síðan að hafa dyrnar á gaflinum, því það þykir
rúmbetra. Petta hús er á horninu á þeirri götu, sem liggur frá
skólabrúnni. I\ar gagnvart er steinhús, sem bygt er af Porsteini
Tómassyni járnsmið, snoturt hús einlóftað og sementerað eða
steinlímt utan; þar eru dyrnar og á gaflinum, andspænis við hitt
húsið, sem síðast var talið. I’etta hús er -bygt þar sem áður
stóð »Lækjarkot«, það var torfbær og stóð einna lengst slíkra
bæja. Bá eru ekki fleiri hús í þeirri röð; en þaðan liggur bein
gata fram með tjörninni og til barnaskólans. — Pá er út við
tjörnina hið mikla og fagra hús Iðnaðarmannafélagsins: IÐNAÐAR-
MANNAHÚSIÐ, með skrautlegum sal (sem síðar mun verða nefndur)