Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 134
•34
persónur leiksins? Eftir titlinum að dæma hljóta þær að vera Kolbeinn
og biskup; en það ber alt of mikið á öðrum persónum (t. d. Þórólfi)
í samanburði við þá.
Aðalgallinn er fólginn í því, hvemig þráðurinn ( leiknum er spunn-
inn og uppistöðu og ívafi fyrir komið. Þegar fyrsta þætti er lokið,
búast menn við, að leikurinn eigi að snúast um sættina; menn búast
við, að hún verði rofin, af því að hún er nauðungarsætt, að því er
annan málsaðilann snertir. Þetta verður líka; en svo kemur það upp
úr kafinu, að þetta er að eins inngangur; Þórólfur fer til helvítis, og
leikurinn byggist nú á nýjum grundvelli. Það ber alt of lítið á Kol-
beini og biskupi í fyrsta þættinum.
Líku er að gegna um Kolbein, að höfundurinn lætur menn búast
við alt öðru um hann, en síðar reynist. Menn halda, að hann eigi að
deyja, og að gangur leiksins eigi að verða eins og áður er á vikið.
En í hinum þáttunum er hann þvert á móti í fullu fjöri og fær til
alls. Frá mannlegu sjónarmiði er auðvitað ekkert ónáttúrlegt í þessu,
en frá sjónarmiði leiklistarinnar er það ekki nauðsynlegt í þeim
skilningi, að lesandinn hljóti af sjúkleikanum að ráða í heilbrigðina.
Niðurlag leiksins er ekki heppilegt. Menn hefðu ekki búist við, að
það yrði þannig lagað, og höf. sýnir oss ekki, að það hljóti að verða
svo. Ég get ekki skilið ótta Kolbeins fyrir bannfæringunni; það er að
segja frá sjónarmiði sögunnar get ég vel skilið hana, en ekki frá sjónar-
rniði leiklistarinnar eða leiksins. Mynd biskupsins er — út af fyrir
sig — vel dregin; en í þessu sambandi kemur hann ekki vel við,
Áður í leiknum er hann látinn standa Kolbeini á baki í öllu. En til
þess að hann gæti haft þau áhrif á Kolbein, sem hann hefir í síðasta
þættinum, yrði honum að vera lýst sem mikilmenni. Niðurlagið vantar
greinilegan aðdraganda í því, sem á undan er gengið; þess vegna verður
ekkert úr því.
Þetta hefi ég út á þennan sjónleik að setja, sem ég þó dáist svo
rnjög að, að því er einstök atriði snertir. Framsetning þeirra sýnir
fyllilega, að Indriði Einarsson er mikilhæfur rithöfundur. Mér kemur
það svo fyrir sjónir, að hann hafi náð föstum tökum á hinni fornu
menning og listum ættjarðar sinnar. Ég held, að hann hafi einmitt
valið sér rétta braut, er hann tók sér fyrir hendur að fást við þær og
yngja þær upp. Leiklistarformið sjálft — eins og það kemur fram hjá
honum — hlýtur hann að hafa lært af útlendingum; en frumdrættirnir
vóru áður til heima fyrir. Hann hefir lært að hlúa að þeim frjóöng-
um, sem fyrir vóru í íslenzkum jarðvegi, svo að þeir hafa vaxið upp
og borið góðan ávöxt. Sjónleikur hans kemur því fram sem samsmíði
góðrar, þjóðlegrar, íslenzkrar íþróttar og valins íslenzks nútíðar-lista-