Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 149
149
henni eru 152 myndir, og af þeim eru 13 stórar litmyndir. Eru þær
allar gerðar af málaranum Collingwood og snildarlega frá þeim gengið.
Þær eru allar af sögustöðum, og því eins og eðlilegt er, langflestar af
Suður- og Vesturlandinu, þar sem meirihluti sagna vorra gerist. Af
Norðurlandinu eru og eigi allfáar myndir, en af Austurlandinu fáar,
enda er fremur lítið um sögur þaðan, og höfundamir hafa heldur ekki
ferðast þar um nema á siglingu fram með ströndinni. Allar era mynd-
irnar hinar prýðilegustu, og sumar eru unaðslegar. Af litmyndunum
skulum vér sérstaklega nefna myndirnar af f’ingvöllum (3), Þórsmörk
og Markarfljóti, Borg á Mýrum og Gilsbakka. Að því er vér 'þekkjum
til, eru allar myndiraar mjög líkar stöðunum sjálfum. En auðvitað geta
jafnan verið skiftar skoðanir um það, frá hveijum sjónarhól staðirnir
njóti sfn bezt, og vanséð, að slíkt komi ætíð beim við sjónarmið lista-
mannsins, þó fáir hafi að öllum jafnaði eins glögt auga fyrir hinum
rétta stað eins og einmitt hann.
Eins og gefur að skilja eru myndirnar sjálfar aðalefni bókarinnar
og textinn að eins þeim til skýringar. En honum er þó svo varið, að
jafnvel án allra mynda mundi bókin þykja bæði skemtileg og fróðleg.
Textinn er sem sé gagnorð lýsing á sögustöðunum og öllu því helzta,
sem gerst hefir á þeim. í honum er þannig útdráttur úr hinum beztu
köflum í sögum vorum, og vel valið og smekklega. i’ar við bætist,
að framsetningin og búningurinn er mæta góður. Málið á bókinni
(enskan) er beinlínis fagurt, oft nokkuð fornyrt, en þó tæplega meira
en góðu hófi gegnir. f’ýðing höfundanna á íslenzkum nöfnum og
samanburður við forn ensk nöfn ber oft vott um eigi alllitla málfræðislega
þekkingu. Þeir skýra og frá þýðingingu ýrnsra keltneskra nafna, sem
fyrir koma í sögunum, og geta um leið um hinar upprunalegu myndir
þessara nafna. I’annig segja þeir, að »Dufþakr« (Dubhthach) þýði
Surtur, »Drafdritr« (Dreach-treithe) Skorpinsmetti, »feilan» (faelan) úlf-
hvelpur, »Melkorka« (af mel — hunang og corcar — rósfagur, blóm-
legur) Blómarós (hunangsblómi). Orðin »slafak« (grastegund) og »kraðak»,
(morandi, sægur), sem tíðkast sumstaðar á íslandi, segja þeir að heiti
á keltnesku slamhac og creacht (*creaghag). Þeir álíta og að bæði
»Sámur« og »Kollr« sé keltnesk nöfn (Sam — Móri og Coll = Hasl
(hesliviður); — Colla Hasla (heslistöng) sé haft sem eiginnafn í írsku).
En þó að textinn þannig sé yfirleitt góður, þá er hann þó engan
veginn gallalaus. í honum bregður fyrir hér og þar ýmsri ónákvæmni
og smávillum, sem stundum bera vott um heldur mikla fljótfærni.
Þannig er á bls. 59 mynd af rúnasteini, er höf. segja, að sé á leiði
Kjartans Ólafssonar í kirkjugarðinum á Borg. f’etta styðjist við gömul
munnmæli, enda sanni letrið á steininum að svo sé, því það hljóði