Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Page 150

Eimreiðin - 01.01.1900, Page 150
þannig: HJAR HVILAR HALUR KJARTAN OLAFSSON. En þetta er algerlega rangt. Letrið á steininum hljóðar rétt lesið (eins og skýrt er frá í »Aarb. for nord. 01dk.« 1882, bls. 111) þannig: HJER HVILER HALUR (0: Hallur) HRANASON. Það er næstum óskiljan- legt, að dr. Jón Stefánsson skuli hafa látið munnmælin leiða sig svo í gönur, að hann skyldi ekki sjá, að endingin -ur (í Halur) gat ekki stafað frá dögum Kjartans Ólafssonar og að orðmyndirnar »hjar« og »hvilar« voru ómögulegar. Þar segir og að þetta sé eini rúnasteinn- inn, sem til sé á íslandi, þó að þeir séu reyndar rúmir 30, sem búið er að finna og skýra letrin á. — Eitthvað hlýtur og að vera bogið við myndina af hurðarhringsplötunni í Haukadal (bls. 19) því að bæði letrið á henni (» Witt star buit britta dyrr, buuit d þau«) er ómögu- legt og eins skýringingin á því. Annars er platan sjálf gersemi, ef myndin er rétt að öðru leyti, og ætti að komast á Forngripasafnið með timanum. Á bls. 52 er sagt, að Eiríkur hellismaður hafi verið drepinn á Eiríksgnípu; en ekki er þess getið í þjóðsögunni, heldur að eins að þar hafi yerið höggvinn af honum annar fóturinn. En sjálfur á hann að hafa sloppið þaðan með lífi og jafnvel síðan hafa komið fram hefnd- um fyrir dráp Hellismanna. Á bls. 71 segir, að Ásmundur Atlason og Þorgrímur faðir Snorra goða séu þeir einu, sem getið sé um í sögunum að heygðir hafi verið í skipi á íslandi. En þetta er langt frá því rétta. Það er getið um marga fleiri. Vér skulum sem dæmi nefna Ingimund gamla í Vatns- dælu og Auði djúpúðgu í Laxdælu. Á bls. 79 er sagt, að enginn vafi sé á því, að hin fornu gufuböð Islendinga hafi verið tekin upp eftir írum. En til þess eru engin lík- indi, því þessi gufuböð tíðkuðust um öll Norðurlönd og langt austur á bóginn. Á bls. 95 segir að aldrei sé getið um mannblót á íslandi og þau hafi sjálfsagt ekki átt sér stað þar, allasízt þannig, að menn hafi skipað sér umhverfis blætið, til þess að horfa á og hafa nautn af blótinu. Vér verðum að vera á algerlega gagnstæðri skoðun um þetta. Því að þó mannblót kunni að hafa verið orðin fremur fátíð skömmu fyrir kristni og þeim því ekki lýst í sögunum, þá hafa þau þó vafalaust átt sér stað, enda er þeirra getið með berum orðum á fleirum stöðum. Á sömu bls. (95) er sagt, að Guðrún Ósvífrsdóttir hafi stofnað Helgafellsklaustur, sem með tímanum hafi orðið bæði munka- og nunnu- klaustur, og gangi enn ýmsar hroðasögur um ólifnað í klaustrinu, um að nunnurnar hafi verið að drekkja börnum sínum og munkar hengdir í Munkaskarði. Hér getur ekki verið um annað en munnmælabábiljur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.