Eimreiðin - 01.01.1900, Page 150
þannig: HJAR HVILAR HALUR KJARTAN OLAFSSON. En þetta
er algerlega rangt. Letrið á steininum hljóðar rétt lesið (eins og skýrt
er frá í »Aarb. for nord. 01dk.« 1882, bls. 111) þannig: HJER
HVILER HALUR (0: Hallur) HRANASON. Það er næstum óskiljan-
legt, að dr. Jón Stefánsson skuli hafa látið munnmælin leiða sig svo í
gönur, að hann skyldi ekki sjá, að endingin -ur (í Halur) gat ekki
stafað frá dögum Kjartans Ólafssonar og að orðmyndirnar »hjar« og
»hvilar« voru ómögulegar. Þar segir og að þetta sé eini rúnasteinn-
inn, sem til sé á íslandi, þó að þeir séu reyndar rúmir 30, sem búið
er að finna og skýra letrin á. — Eitthvað hlýtur og að vera bogið við
myndina af hurðarhringsplötunni í Haukadal (bls. 19) því að bæði
letrið á henni (» Witt star buit britta dyrr, buuit d þau«) er ómögu-
legt og eins skýringingin á því. Annars er platan sjálf gersemi, ef
myndin er rétt að öðru leyti, og ætti að komast á Forngripasafnið með
timanum.
Á bls. 52 er sagt, að Eiríkur hellismaður hafi verið drepinn á
Eiríksgnípu; en ekki er þess getið í þjóðsögunni, heldur að eins að
þar hafi yerið höggvinn af honum annar fóturinn. En sjálfur á hann
að hafa sloppið þaðan með lífi og jafnvel síðan hafa komið fram hefnd-
um fyrir dráp Hellismanna.
Á bls. 71 segir, að Ásmundur Atlason og Þorgrímur faðir Snorra
goða séu þeir einu, sem getið sé um í sögunum að heygðir hafi verið
í skipi á íslandi. En þetta er langt frá því rétta. Það er getið um
marga fleiri. Vér skulum sem dæmi nefna Ingimund gamla í Vatns-
dælu og Auði djúpúðgu í Laxdælu.
Á bls. 79 er sagt, að enginn vafi sé á því, að hin fornu gufuböð
Islendinga hafi verið tekin upp eftir írum. En til þess eru engin lík-
indi, því þessi gufuböð tíðkuðust um öll Norðurlönd og langt austur á
bóginn.
Á bls. 95 segir að aldrei sé getið um mannblót á íslandi og þau
hafi sjálfsagt ekki átt sér stað þar, allasízt þannig, að menn hafi skipað
sér umhverfis blætið, til þess að horfa á og hafa nautn af blótinu.
Vér verðum að vera á algerlega gagnstæðri skoðun um þetta. Því að
þó mannblót kunni að hafa verið orðin fremur fátíð skömmu fyrir
kristni og þeim því ekki lýst í sögunum, þá hafa þau þó vafalaust
átt sér stað, enda er þeirra getið með berum orðum á fleirum stöðum.
Á sömu bls. (95) er sagt, að Guðrún Ósvífrsdóttir hafi stofnað
Helgafellsklaustur, sem með tímanum hafi orðið bæði munka- og nunnu-
klaustur, og gangi enn ýmsar hroðasögur um ólifnað í klaustrinu, um
að nunnurnar hafi verið að drekkja börnum sínum og munkar hengdir
í Munkaskarði. Hér getur ekki verið um annað en munnmælabábiljur