Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 196
Skírnir
Heilbrig’ðismálaskipun fyrir 100 árum
193
sótt kallast, þegar limirnir detta sundur í liðamótum svo að segja
sjálfkrafa; fylgir það oftast nær á eftir langvaranlegum dofa ell-
egar ichtsýki". Sbr. og sjúkrasögur á bls. 30—31 og 74—75 i riti
Jóns Péturssonar „Um ichtsýki", Hólum 1782.
5) Sjá fróðlega ritgerð um „Holdsveiki á íslandi" eftir M. Júl.
Magnús yfirlækni, i 3. tbl. Læknablaðsins 1938.
6) Sjá sömu ritgerð; þar er talið, að 30. júní 1938 hafi aðeins
verið 29 holdsveikir menn á landinu, meiri hlutinn á spítala.
7) Hvorki í farsóttatali Schl. né í Skýrslu um manndauða á fs-
landi 1735—1915, sem prentuð er í Lbl. 1917 (tekin upp úr Lög-
fræðingi fram til 1895) er þó að sjá, að barnaveiki (Diphtheria
«ða Corup) hafi gengið neitt þeirra ára, er hér ræðir um. En þessu
er engan veginn að treysta, því að bæði var kighósta og barnaveiki
mjög ruglað saman af læknum ekki síður en leikmönnum, og hitt
víst, að sóttir eru mjög vantaldar í þessum yfirlitum. T. d. var
taugaveiki mjög útbreidd og víða þung á árunum 1846—49, og
hér að framan hefir verið sýnt, að taugaveiki gekk víða 1839—42,
en í skýrslunni í Lbl. er hennar ekki getið neitt þessara ára, nema
1841. Kighósti er hins vegar talið þar að hafi gengið 1839—42
(Schl. telur hann 1839 og 1841), en eins og sýnt er í meginmál-
inu eru miklar líkur til að barnaveiki hafi stungið sér niður þá
líka og verið ruglað saman við kíghóstann, sem greinilegri farald-
nr hefir verið að.
8) Schl. bls. 118 og 144.
9) f einni lýsingunni, úr Stóruvallaprk., getur að vísu leikið
nokkur vafi á um, við hvað er átt, því að þar, er helzti sjúkdómur
talinn „sú so kallaða barnaveiki, sem er snertur af ginklofa“, en
úg ætla samt, að fremur sé þarna um ginklofa að ræða en barna-
veiki, enda er ginklofa getið í næstu prestaköllum, en barnaveiki
ekki.
10) Hér er auðvitað ekki átt við sýkilinn, er ginklofanum veld-
nr, því að öll skilyrði vantaði á þeim tímum til þess að hann yrði
fundinn.
11) Schl. bls. 51, 68 og 199. Hann getur þess (bls. 51), að í
Reykjavík og nágrenni hafi flestir verið bólusettir og þar hafi ekki
dáið nema 15 úr bólunni af 12—1300 manns, en í verbúðum nokkr-
um (et Fiskerleje), þar sem flestir voru óbólusettir, hafi dáið 40
af 600.
12) f einni lýsingunni (úr Stöðvarprestakalli) er þessi klausa
Um meðferð á gulu: „Við gulu er af sumum brúkað að svelgja
lifandi marflær, og hefir það oft gefizt vel, lika og að sjóða þær
1 mysu og drekka af þeim síðan“. í lýs. úr Garðaprk. segir prest-
urinn (Árni Helgason, stiftprófastur), að menn gleypi marflær
Vl<5 lifrarveiki, „og hefir tveimur batnað, er ég til veit“.
13