Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 2
Kynninq á eíni heftisins
Hefti þetta er í sama vandaSa, fjölbreytta og stóra stíl og hefti
síSasta árgangs. Aldrei hafa komiS út veigameiri, skemmtilegri
né fallegri hefti af JÖRÐ en þrjú hin síSustu — eSa ættum viS ekki
aS segja: 'sjö. síSustu he'ftin - frá og meS því síSasta á árinu 1944?
í þessu hefti eru þrjú snilldarverk í óbundnu máli: 1. Ritgerð
Sigurðar Guðmundssonar um einhverja ágætustu konu íslands á
öldinni, sem leiS. I þeirri ritgerS er merkilegur og heillandi kafli
um æskuástir þjóðskáldsins og gáfnaskörungsins Matthíasar Joch-
umssonar. - 2. Ævintýrabréfið eftir Steindór Sigurðsson - ein-
hver fegursti skáldskapur, sem á íslandi hefur verið ritaður í
óbundnu máli. — 3. Jeremías úr Kötlum, kímnisaga eftir upprenn-
andi höfund, norskan, en þýdd og ,,staðfærð" á meistaralegan
hátt af Guðmundi G. Hagalín.
Þá er í heftinu hið mikla kvæði Davíðs frá Fagiaskógi, er hann
flutti á Snorrahátíðinni í Reykholti, og tvö smákvæði eftir látin
góðskáld, áður óprentuð.
Þá er að telja framhald hinnar miklu og stórmerku ritgerðar
Hagalíns, „Bókmenntimar og vandamálin". Er hún einstakt átak
til að gera íslenzkum lesendum grein fyrir ástandi og stefnu
heimsbókmennta nútímans. — Umsagnir Hagalíns í JÖRÐ um
nýjar, íslenzkar bækur eru einhver merkasti (og skemmtilegasti)
leiðarvísir um þau efni, sem almenningur á kost á.
Grein Bjarna M. Gíslasonar um rithöfundamótið í Stokkhólmi
1946. sem bæði íslenzku rithöfundasamböndin sendu fulltrúa á,
er bæði upplýsandi og skemmtileg, auk þess sem hún kynnir
þenna upprennandi og þegar viðurkennda útvörð íslenzkrar
menníngar í Danmörku.
Greinar Gísla Halldórssonar og Halldórs Jónassonar fra Eiðum
um tæknileg efni eru mjög tímabærar og skemmtilega skrifaðar.
Þýddu greinarnar fjalla um hinn óhugnanlega ófriðarundirbún-
ing stórveldanna - í þessu tilfelli Rússaveldis — og um Suður-
Slésvíkur-málið, sem kemur öllum Norðurlöndum við.
Greinarflokkur ritstjórans um Faðir-vor þykir ýmsum merkur
og snarplega skrifaður. Svipað má segja um flokk hans með
stuttum greinum um þjóðmál — í þessu hefti „Verkfall".
Að því er snertir myndir er JORÐ vitanlega einstæð meðal
íslenzkra tímarita.