Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 174
172
JÖRÐ
danskir þegnar. Hví skyldum við ekki halda saman nú, eins og
við höfum frá alda öðli gert.
Flóttafólkið hefur stofnað í hættu samhenginu í þjóðerni
Slésvíkinga, þó að ekkert tillit væri tekið til neinnar danskrar
hreyfingar.
ELDRI ástæður til þessarar þjóðernisvakningar eru frá tíma
Nazistastjórnarinnar fyrir styrjöldina og eru einkum af
þrennu tagi: Ofbelclisaðferðir Nazismans, heiðni lians og kyn-
páttakenning.
Suður-Slésvíkingar hafa verið tólf ár undir Nazistastjórn og
hafa fengið nóg af ofbeldi, kúgun, lygi og rangsleitni og eru
farnir að þrá frelsi, jafnrétti, sannleika og réttvísi. Jafnrétti fyr-
ir lögunum og samvizkufrelsi eru djásn, sem hvert lýðfrjálst
þjóðfélag verður að telja fyrstu og fremstu skyldu sína að
vernda og varðveita. Suður-Slésvíkingar vita, að við í Danmörk
eigum þessi djásn og þá langar til að eignast hlutdeild í þeim
með okkur.
Nazistar settu Hitler í Krists stað. Þeir útrýmdu kristindóm-
inum úr skólunum og þeim tókst að etja börnunum gegn for-
eldrum sínum. Ríkið sigraði heimilin með hjálp skólanna, og
útkoman varð afkristnun þjóðarinnar, einkum æskulýðsins.
Einnig í Suður-Slésvík afkristnaðist bernska og æska. í fyrravor
tók dailskur prestur að sér 34 börn til fermingarundirbúnings í
einu af syðstu byggðarlögunum. Af þeim höfðu aðeins 6 heyrt
nokkuð um Krist og aðeins 1 — segi og skrifa eitt — kunni Fað-
ir-vorið. Maður skilur því einn af þessum „nýdönum", sem
komst þannig að orði: „Þjóðverjar hafa misst trúna, ekki aðeins
á sjálfa sig og á manninn yfirleitt, heldur einnig trúna á Guð og
framtíðina, — allt. En við höfum það á tilfinningunni, að
danska þjóðin hafi varðveitt perlu trúarinnar, og þess vegna
langar okkur til að börnin okkar gangi í danska skóla.“ — Er nú
unnt að hugsa sér öllu fegurri rök en þetta að svona hreyfingu?
Þetta er undirstaðan að ósk Suður-Slésvíkur um danska prédik-
un. Menn treysta bara ekki þýzku „mótmælenda“-prestunum,
sem flestir áttu þátt í því að gera Hitler að afguði.
Loks eiga kynþáttakenningar Nazismans drjúgan þátt í þv*