Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 60
58
JÖRÐ
legast og óeigingjarnast.-Ó, bara mér auðnist nú að segja
eitthvað, sem þér gæti þótt vænt um, — eitthvað, sem þú gætir
geymt, lengi, lengi, — helzt alla ævina, og fundið yl og svolitia
birtu frá því, hvenær sem þér fyndist verða kalt og dimmt í
kringum þig, — hvenær sem þér fyndist þú vera einmana, lítil
sál og kuldinn svo harður og myrkrið svo djúpt. Eitthvað, sem
mætti auðnast að lifa þannig hjá þér og koma svo til þín bjart
og hlýtt í hvert sinn, sem þú ættir bágt, — eða bara fyndist þú
eiga bágt, — koma til þín og verma þig, — brosa í sál þinni eins
og lítið ljós, þangað til aftur færi að hlýna umhverfis þig og
þangað til aftur færi að birta á gkigganum þínum, — koma til
þín eins og lítill geisli í myrkrinu og vera hjá þér, alveg þangað
til sólin væri aftur búin að kveikja glaðaljós í hjarta þínu, og
ylur hennar að streyma um huga þinn.
En þá gæti Mka litli smágeisHnn minn farið að sofa aftur, í
öllu sólskininu í hug þínum. Hann á bara alltaf að vera vak-
andi, ef það dimmir og verður kalt hjá þér. — Og fari nú svo, að
þú finnir svona pínuh'tinn varðgeisla í þessu hjaH mínu, þá
vona ég nú, að hann fái að sofa bæði oft og lengi og þurfi sem
allra sjaldnast að vakna á vörð. —
Og ég ætla líka að biðja ljósið sjálft um það á hverjum degi,
að passa að ekki verði dimmt og kalt hjá þér. — Svo veiztu nú
Hka, að þó myrkrið sýnist ægilega mikið og kuldinn hræðileg-
ur, þá fá þeir meinvættir ekki að hrelia litla, kvíðandi barnssál
lengi í einu. Lífið sjálft, — lífið sem streymir um alla Jörðina, —
allan heiminn, og alltaf heldur áfram að streyma, — það flæðir
aftur yfir og hrekur burtu óvini sína, kuldann og dimmuna.
IJví lífið, — lífið sjálft, sem streymir í lindinni, bærist í blöðum
fífilsins, — guilblöðunum hans, sem lokast á kvöldin og opnast
á morgnana, — lífið, sem streymir í hlývindunum sem leika sér
í hári þínu eða strjúka vanga þinn svo undurmjúkt, — lífið, —
sem blikar í augum lítils fugls, sem situr á gluggabrún, þak-
burst, eða vaggandi trjágrein og horfir á þig, — eða kvikar í þyr-
ilflögri hans umhverfis svolítið brúnt og fínt hreiður með fimm
ljósgrænum og módoppóttum eggjum;-------Hfið, sem hlær og
skríkir af fögnuði í tindrandi galsanum hennar Bíbí litlu, eða
Dídí 'litlu; — lífið, sem niðar í þínu eigin blóði og ljómar í