Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 64
62
JÖRÐ
Kvöldið var nú svona umhyggjusamt og það vissi nú líka sínu
viti. Aldrei spurði það sosem, hvort nokkur hefði heyrt hvenær
brúðkaupið ætti að standa, — nei, ónei. En það skimaði svona
öðru hvoru í allar áttir og spurði hvort enginn hefði séð hylla
undir rauðbleika sparivagninn haustsins síns. — Jú, — og svo
kom það akandi í hægðum sínum meðfram náttmálabrúninni.
Og þarna hallaði það sér út af í Bláskuggalundi, — hallaði sér
aftur á bak, lagði aftur augun og dó.----Og það var nú líka
það lang-lang skynsamlegasta.
Enda var það ekki amalegt að deyja þ’arna undir þessu
yndislega fallega teppi frá góða kvöldinu og í unaðslegri kyrrð-
inni í Húmblámaskóg, — þar sem ekki nokkurt hljóð rauf
friðinn, — en úr órafjarska ómaði dásamlega mjúkur og nið-
andi hljóðfærasláttur, anganljúfir ómar frá hörpum og fiðlurn,
frá reyrflautum og valdhornum, sem bárust um geiminn á
þungamjúkum öldum hljóðfallsi'ns frá hægt og dimmt sleg-
inni stórtrommu.
Það var nefnilega fjarska glæsilegur hirðdansleikur hjá sumr-
inu þessa nótt.
Já, svona var það nú þegar haustið dó. Og það var nú ekki
mikið hægt að kvarta undan því. — Mann getur bókstaflega far-
ið að langa til að deyja, þegar maður heyrir svona fallegt.
Ég hef líka heyrt sagt að haustið hafi brosað svo bjart, — svo
undurrólega og blítt um leið og það dró síðasta andvarpið, — að
ofurlítið blámánaskinsfiðrildi hafi komið flögrandi ofanúr loft-
inu, — flögrað beint inn í ljómann og hlýjuna í þessu síðasta
brosi, sem glóði þarna í rökkrinu eins og ofurlítill sólblettur,
sem dagurinn hafði skilið eftir.
Þangað kom það flögrandi þetta litla blámánaskinsfiðrildi,
einhvers staðar utan úr rauðrökkvuðum geimnum, settist á var-
ir haustsins, lagði saman vængina og hjúfraði þar um sig í yln-
um.
Sumir segja að það hafi komið ofan úr himninum frá góða
kvöldinu, en ég vildi nú helzt trúa því, að það hafi verið svolít-
ill, inndæll kveðjukoss frá fallega sumrinu, — sem hafi breytt
honum í svona ljómandi fagurt fiðrildi og látið það svo flögra
út í geiminn handa haustinu. — Ó, já, — því vil ég nú trúa