Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 57
JÖRÐ
55
hundrað eða fleiri, þá er ekkert þeirra ljótt. — Nei, þau eru öll
eins falleg og það fallegasta sem ég get hugsað, — en þau eru
mismunandi glöð og mismunandi heit og svoleiðis. Sum gráta,
sum hlæja, sum biðja, sum andvarpa, — sum eru óendanlega
blíð; — já, þau eru mörg nöfnin sem þú átt, Ljóshvít litla, í
huga hans Ljósvinar á Ljómastöðum. Það þyrfti heila T)ók til
að segja frá þeim öllum.
En nú ætla ég bara að segja þér frá nafninu, sem þú hlýtur að
niuna bezt eftir, „litli vinur“, eða litla vina, því að þú þóttist nú
ekki vilja láta kalla þig „eins og strák“. — En þá breytti ég því í
>>litli félagi", og við því gazt þú ekkert sagt. —
Og nú ætla ég að segja þér hvað það nafn er gamalt.
Það er alveg frá því, er við kynntumst fyrst, — frá því fyrir
óra-óra löngu .
Þá stóðum við einu sinni og skröfuðum saman innan við stór-
an glugga, með dimmbláum rúðum, — því það var nótt í heim-
inum, þó að klukka mannanna segði, að enn væri dagur. — En
nóttin byrjar alltaf, þegar myrkrið kemur. Og það var myrkur
og kuldi fyrir utan þenna glugga.
Og þarna stóðum við tvö, — og þú skrafaðir við mig svo lát-
laust og barnslega um ljósið. Hvað þér þætti vænt um Ijósið, og
hvað þér liði illa þegar myrkrið legðist yfir Jörðina. Það ætti
aldrei að vera myrkur; — og þegar þú hefðir verið lítil, hefðir
þú aldrei getað sofnað í myrkrinu. — Og mér varð á augabragði
svo fjarska hlýtt í huganum, þvi þarna var þó ein mannssál
sem gat skilið mig. — Ég hef heldur aldrei getað sofnað í myrkri
fvá því ég man eftir mér. Og að vakna í glaðaljósi, það hefur
mér ævinlega fundist eins og þá væru komin Jófin, — eins og
tneðan ég var lítill og Jólin komu til mín. Og í ljósinu kom æv-
inlega svo mikill friður til mín. — En fólkið hafði alltaf sagt'við
toig, að það finndi svo djúpan frið og milda ró í myrkrinu, — í
þögninni og hinni dulu dimmu. — En þá verð ég ávallt friðlaus,
~ óg get orðið trylltur af angist. Myrkrið gæti drepið mig; —
ntyrkur og þögn gætu svift mig vitinu. En í ljósinu — þar hef ég
fundið minn frið, og því bjartara og heitara, sem ljósið hefur
skinið úti og inni, — því meiri fagnandi friður, því ljósinu fylg-
ir ávallt líf og litir, — ys og gleði, ómar og hljómar, allt sem