Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 104
102
JÖRÐ
ræns þroska og til bókmenntaiðkana? Þá er og ritgerð hennar
um bernskuheimilið fágætlega skilmerkileg og skrifuð af miklu
liispursleysi, en þó sízt af nepju og óvild. En sú fátækt og sú
nýtni, sem ég kynntist við lestur þeirrar ritgerðar, var mér al-
ger nýjung. Það var ekkert undarlegt, þó að Ólöf frá Hlöðum
hugsaði .mikið umi hið tilkomanda — því að fáir munu hafa
átakanlegar en hún fengið að kenna á fáránlegu misræmi og
örlagaþrungnum mistökum hinnar jarðnesku tilveru. Hún
átti sér slíkan næmleik og slíka viðkvæma samhygð með lífinu,
að henni fannst blómið og stráið lifandi verur, sem ekki mætti
misbjóða; og hún átti tilfinningahita, ímyndunarafl, snilli og
óvenjulega dirfsku — en þrátt fyrir allt þetta þóttist hið stríð-
andi og líðandi mannlíf ekki þurfa á henni að halda!
Svalt og bjart. Bækur Jakobs skálds Thorarensens, jafnt
kvæði og sögur, höfðu verið uppseldar lengi, og liinar yngstu
kynslóðir í landinu áttu þess ekki kost að kynnast hinu sér-
kennifega skáldi. í fyrra — en þá varð Jakob sextugur — kom
út ritsafn hans í tveimur stórum bindum, að öllu hið bezta
úr garði gert. Hann réð sjálfur nafni safnsins, og heitir það
Svalt og bjart, eins og eitt af smásagnasöfnum hans. Utgefand-
inn er Helgafell. Jakob er þróttmikið skáld og kjarnyrt, og
hann á sér glettni, sem er mjög sérstæð, kuldaleg á yfir-
borðinu, en undir niðri ýmist eins og hlýtt glit skilnings og
samúðar — eða brennandi glóð spotts og réttlátrar reiði. Kvæði
Jakobs eru mörg prýðilega gerð, — og hann er einn hinn
snjallasti smásagnahöfundur, sem við eigum. Það er því vel,
að kvæði hans og sögur fást nú aftur — og það í ágætri útgáfu.
Fomir dansar heitir bók, sem bókaútgáfan Hlaðbúð lét
prenta í fyrra. í bók þessari er safn ísienzkra danskvæða frá
fyrri öldum, lausrímuð, en full af ljóðrænum og sérkennilegum
setningum. Sum viðlögin eru glæsilegur skáldskapur og ógleym-
anlegur, svo stutt sem þau eru. Ólafur Briem frá Stóra-Núpi,
ungur meistari í íslenzkum fræðum, hefur séð um útgáfuna,
en Jóliann listmálari, bróðir hans, teiknað hinar mörgu myndir
sem í henni eru, smáar og stórar. Hafa þeir bræður báðir vand-