Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 78
76
hjá iitlögstum ræningja lier,
sem hlustar með lokuðum augunum á
að óvinir læðast að sér.
JÖRÐ
Annars hefur sálskyggni Dreisers, diriska hans og raunsæi
liaft mikið gildi fyrir þær skáldakynslóðir, er hófu bandarískar
bókmenntir upp í það áhrifa- og virðingarsæti, sem þær skip-
uðu í veröldinni frá því laust eftir 1920 og til 1942 — eða um
tuttugu ára skeið — eins og líka sundurgreining Upton Sinclairs
á öflum fjármá'la- og atvinnulífsins og valdi á peninganna hefur
orðið hinum yngri skáldum ómetanleg stoð til skilnings á um-
hverfi sínu. Þá hefur og dirfska beggja þessara ofsóttu höfunda
gefið ómetanlegt fordæmi.------
.... Hinn austurríski læknir og sálrýnandi, Gyðingurinn
Sigmund Freud, hefur með kenningum sínum haft áhrif á bók-
menntir allra þjóða á árunum milli styrjaldanna miklu — en
sums staðar gætir þeirra þó mjög lítið, og þá einkum með Rúss-
um. Mönrium var það sérstaklega ljóst eftir heimsstyrjöldina
fyrri, að einhver þau öfl væru að verki í sálarlífi mannanna,
sem síður en svo væru háð skynsemi þeirra og vilja til lífs-
ins. . . . Hvatir og tilfinningar? Jú, þær gátu auðvitað hlaupið
með menn í gönur, en var hægt að eigna hvötum manna, til
dærnis sjálfsbjargarhvötinni og kynhvötinni, eins og menn
þekktu til þeirra, það grimmdaræði og þann kvalalosta,
sem kornið hafði í ljós í styrjöldinni, — var liægt að eigna þeim
þá furðulegu umhverfingu friðsams og vinsæls manns, að hann
gleddist yfir misþyrmingum og gersamlega tilgangslausri tor-
tímingu verðmæta, já, virtist jafnvel hafa nautn af slíku? Og
lífsleiðinn og örvænið, sem voru alger andstæða við a'llt, sem
virtist upprunalegt í manneðlinu — voru ekki þessi fyrirbrigði
af sama toga spunnin og kvalalostinn og tortímingargleðin? En
ekki gátu rnenn farið að trúa á ill máttarvöld og eyðandi,
fremur en á góð og styrkjandi — ekki þeir menn að minnsta
kosti, sem töldu sig — og aðrir töldu — stórmenntaða nútíðar-
menn, fræðimenn í raunvísindum eða rýnifræðum, sanna syni
tæknilegrar menningar og efnafræðilegra vísinda — enda marg-
ir hverjir með vísindasigra að bakhjarli og auðvitað efnis-