Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 50
48
JÖRÐ
unum og réttmæti athugasemda hans verður eigi rannsakað
liér. En — cr pað ekki virðingarleysi d einstaklingnum og liðan
hans, seni er eitt höfuðmein vorrar aldar, undirrót hörmunga
hennar og kvala?
Frúin í Þverárdal var í flokki þeirra, senr virða. Hún virti,
sem Einar Benediktsson kveður, iþá „æðri stétt“, það, sem „ofar
var sett“. En hún virti líka liina óæðri stétt. Hún var kurteis
við alla, „skrafaði“, með einlægni og 'alúð, við klerk og kotung,
iuisfreyjur og Iijú, hefðarbónda og hreppsómaga. Eg hygg, að
fyrirlitning hafi, að minnsta kosti á síðara hluta ævi hennar,
ekki verið til í vitum hennar né hugskoti. Þótt hún hefði, að
nokkru, smeygt aif sér hlekkjum hluta og muna, virti hún verð-
mæti gripa og gagna, áhalda og tækja. Hún lætur aldrei loga
ljós lijá sér að óþörfu. Af kvenlegum næmleika hefir hún, ef
til vill, einnig fundið, að í rökkri eða myrkri rnátti njóta værðar
og hvíldar góðrar, láta hugann flögra víða í minningum og
draumum og tala þegjandi við drottin sinn. Vera má og, að hér
kenni uppeldis-áhrifa. Ef til vill hefir hinn mikli og full-mikli
fjárgæzlumaður, móðurfaðir hennar á Staðarfelli, haft á því
glöggvar gætur, að engin bót né tætla, sprek né spýta færi for-
görðum á búi né bæ. Það var ekki auðhlaupið að því á þeim
árum, að útvega það, sem tapaðist, gera við það, sem brákaðist
eða brotnaði. Amtmannsdóttirin hefir því, ef til vill, í bernsku
og æsku, vanizt á að virða hvert þarft þing, ifara með það var-
lega og sparlega. Og hún virðir liið minnsta starf, virðir hverja
iðju, vandar því hvert verk sitt, hvort sem það er matreiðsla
eða „úr þeli þráð að spinna“, sem skáldið kvað. Hún skoðaði
hvorki menn né fyrirbæri né nokkur heiðviirðleg vinnubrögð
í smækkunargleri andúðugrar gagnrýni né lítilsvirðingar.
„Glík skulu gjöld gjöfum,“ segir í Hávamálum. Frúnni í
Þverárdal voru virðingarhugur hennar og vingjarnlegt þel
goldin Wkum lnig. Má enn heyra hennar oft að góðu og að engu
nema góðu getið meðal þeirra, sem voru henni samtíða, kynnt-
ust lienni eða sáu liana. „Hún var yndisleg manneskja," sagði
ráðskona Brynjólfs sonar hennar, Ingibjörg Ólafsdóttir, er var
henni mörg ár samtíða í Þverárdal. „Hún var indælis-kona,“
sagði gömul grannkona hennar og merk, frú Kristín Jósafats-