Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 141
JÖRÐ
139
um, svo að veggirnir iðuðu sem væru þeir hreyfanleg leiktjöld.
Yfir sjálfum salnum virtist hvíla svo sem dularfullur og dásam-
legur hefðarblær, og hátíðlegir orgeltónar umdu í takt við róm-
antískar hræringar ljósanna. Ég fékk mér sæti hjá miðaldra
manni, sem stóð og starði upp undir bjálkahvolfið, auðsjáan-
lega fylltur heimspekilegum heilabrotum út af undrum tækn-
innar. Maður nokkur með eldrautt hálsbindi brosti til hans
þessu stærilætislega brosi, senr eins og vottar hreykni þess, er
telur sig þekkja tilgang allra hluta. Svo byrjaði hljómsveitin
að leika, og fram á svalir salarins komu ungar stúlkur, berandi
gylltar stengur nreð norrænum fánunr. Þær gengu í fylkingu eft-
ir veggsvölunum, og kastljósin sveipuðu flöggin töfrafegurð.
Fánaborgin dróg að sér athygli áhorfendanna, jafnvel án þess
að nokkur undraðist. Sanrrænrið í rauðsteinstíglum veggjanna
°g hinum marglitu silkidúkum virtist svo blátt áfranr og sjálf-
sagt.
Eftir stutta hátíðlega þögn byrjaði svo stór hljómsveit að
leika, og salurinn fylltist einkennilegu samblandi ljóss og tóna.
í’á komu ræðumennirnir fram á leiksviðið. Fyrst kom Thit Jen-
sen frá Danmörku, þá Elvi Sinervo frá Finnlandi, síðan Jó-
kannes úr Kötlum, og að síðustu Arnulv Överland frá Norvegi.
Allir gengu þeir nokkur skref upp eftir silfurgráum steintröpp-
um fyrir enda salarins, og staðnæmdust fyrir framan örlítið há-
talaratæki, andspænis áheyrendunum.
Mest hrífandi fannst mér ræða Elvi Sinervo, þessarar gull-
fallegu finnsku konu, sem á stríðsárunum varð að dvélja þrjú
ar í varðhaldi og fæða barn sitt þar, án þess að vita nokkuð um
°rlög eiginmanns síns. Fas hennar allt og framburður var heill-
andi, og þótt hún hefði talað finnsku í stað sænskunnar og
aheyrendurnir ekki getað skilið eitt einasta orð, er ég viss um,
a$ rómurinn og augnaráðið eitt saman hefði getað þýtt hrímið
köldum ljóra sálnanna og gætt þær birtu lifandi samúðar.
y hit Jensen var einnig ágæt, og Jóhanncs okkar tók sig vel út
a ræðupallinum, en dálítið fór ég hjá mér, þegar sessunautar
'uínir tóku að spyrja: Hvað segir hann?
Ahrifaríkust var ræða Arnuh) Överlands. Hann sagði, að