Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 150
148
JÖRÐ
ekki að neita, að ýmsir hafa fengið dýrkeypta reynslu af diesel-
vélum, vegna þess að til þeirra hafa ekki fengist nauðsynlegir
varahlutir, og eins hefur skort á nauðsynlega kunnáttu í vél-
gæzlu. Þó munu fáir búast við að snúið verði aftur og að nýju
tekin upp notkun glóðarhausvéla í stað dieselvéla! Hitt mun
sönnu nær, að kunnátta manna í því að fara með vélar fer batn-
andi, enda yrðum við ella eftirbátar annarra þjóða.
Heimsstyrjöldin gerði það sérstaklega erfitt að útvega vara-
hluti til ýmissa þeirra hraðgengu véla, sem komið hafa til lands-
ins á undanförnum árum — og hefur þetta oft bakað eigendum
slíkra véla tilfinnanlegt tjón. Engu að síður er ég sannfærður
um, einmitt af þeirri reynslu, sem fengist hefur á þessum árum,
að hraðgengu vélarnar munu að mestu útrýma hinum hæg-
gengu vélum.
Þanriig má t. d. nefna, að á bátnum Hvanney, sem er með
hraðgengri vél, var unnið slíkt björgunarþrekvirki fyrir Aust-
urlandi veturinn 1944—’45, að vel væri vert, að því væri haldið
á lofti; en þar reyndi ekki sízt á vélina.
Á öðrum bát með hraðgengri vél hefur oftlega verið farið í
róðra, án þess að mótoristinn væri með. Svo vel treysti skip-
stjórinn vélinni. En henni er hægt að stjórna að öllu leyti frá
brúnni og þar er hægt að lesa af mælum líðan hennar, smur-
olíuþrýsting, smurolíuhita, vatnshita o. fl.
í framtíðinni verður þess ekki frekar krafizt, að hafa faglærð-
an mótorista um borð í litlu fiskiskipi, heldur en faglærða
mótorista til að stýra bifreið.
HÉR SKAL svo að lokum greint frá nýjustu tegund diesel-
véla, sem mér er kunnugt um. Eru vélar þessar framleidd-
ar af General Motors í Detroit og eru samsettar úr tveim eða
fjórum hraðgengum dieselvélum, er ýmist standa upp á end-
ann eða eru láréttar. Mætti kalla slíkar vélar, vélasamfellur.
Afkastar hver samfella frá 800 til 1000 hestöflum. En allar hin-
ar fjórar vélar snúa einum sameiginlegum öxli. — Enda þótt
þrjár af slíkum fjórum vélum forfallist af einhverjum ástæðum,
getur farartækið bjargast heim á einni vélinni. Er f þessu ekki
smáræðis öryggi. Fyrirferð véla þessara er ákaflega lítil og töldu