Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 99
JORÐ
97
óprentað —, sem ástæða þótti til að taka í slíka útgáfu. Útgef-
andi er Helgafell. Um útgáfuna á ritum Jóns Trausta sá Aðal-
steinn heitinn Sigmundsson kennari — meðan honum entist
aldur til, og síðan Pétur Lárusson, en Arnór Sigurjónsson,
hóndi og rithöfundur, hefur, að mér virðist af hinni mestu
samvizkusemi og vandvirkni, valið efni í Ritsafn Þorgils gjall-
anda og séð um útgáfu á því. Útgáfan er fjögur bindi — á
Ijórtánda hundrað blaðsíður alls, ef með er talið rit Arnórs
Sigurjónssonar um Gjallanda og verk hans. En Ritsafnið er
bundið í tvö bindi, og eru þau nokkuð þung í vöfum, ekki vel
skemmtileg í meðförum, en það er raunar aukaatriði. Hitt er
fyrir mestu, að rit Þorgils gjallanda skuli nú vera tiltæk í
beildarútgáfu, ekki sízt þar sem þær bækur Iians, sem höfðu
aður komið út, voru uppseldar og ófáanlegar, jafnvel hjá forn-
sölum, nema sérstök heppni væri með. Og að riti Arnórs um
skáldið er hiinn mesti fengur. í rauninni er það út af fyrir sig
allniyndarleg bók, og nran ég ekki til, að neinu íslenzku sagna-
skáldi hafi verið gerð jafnmikil skil, sem Þorgils gjallanda í
þessu riti Arnórs, nema ]óni Thoroddsen einum, en hið mikla
ritverk Steingríms háskólakennara Þorsteinssonar um skáld-
sögur hans er með öllu sérstætt. Ber að þakka Arnóri og
Helgafelli hið bezta fyrir ritið um hið þingeyska merkis-
skáld. Þar er skýrt frá andlegum hreyfingum, aldarhætti
°g mannvali í Mývatnssveit á síðari hluta 19. aldar, sveit-
mni lýst, sagt frá ætt og uppvexti Þorgils gjallanda, frá honum
skýrt sem manni og búhöldi, sagt frá þátttöku hans í almenn-
imi málum og um hann skrifað sem rithöfund. í þeim kafla
er greint frá því, eins og tök eru á, hvaðan honum var komið
efni og áhrif, hvernig viðhorf hans sjálfs var við skáldskap sín-
um — 0g frá viðtökum þeim, sem bækur lians fengu — og eru
þarna raktir margir og margvíslegir þræðir þess furðuvefs, sem
bvert það skáldverk er, sem af alvöru og innri þrá er unnið,
bversu svo sem formun þess hefur tekizt. — Ekki verður sagt, að
b°rgils gjallandi vaxi sem rithöfundur við kynningu lesand-
ans af áður óprentuðum ritum hans, sem þarna eru birt — en
samt er sem mynd hans verði skýrari og fyllri. Og Dýrasögur
bans og Upp við fossa munu lengi lifa og verða lesnar — Upp
7