Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 61
JÖI?Ð
59
hverju glöðu augntilliti þínu, — og hverju hlýju brosi þínu út í
söiskini og vorangan, — lífið, sem Ijómar á svipþínumogglamp-
ar á hárinu þínu í sólskininu, — það er nefnilega ljósið. —
Ljósið — geislastreymið, sýnilegt og ósýnilegt, er lífið sjáll't,
~ birtan og ylurinn, sem 'látlaust flæðir yfir heiminn og sópar
a hurtu meinvættunum, myrkri og kulda, eftir skamma stund,
hvar sem þeir leggjast yfir og ógna litium og spyrjandi barns-
sálum.
Ljósinu geta þeir aldrei grandað.----Ljósinu, — sjálfu líf-
mu, — megna þeir ekkert á móti, því það er endalaust, ótæm-
andi og eilíft. Það er streymandi hnattanna, sólkerfanna og
rumsins. Það er andardrátttur tímans og ósýnilegasta hræring
blómblaðsins. — Það er allt. — Það er Guð. — Ljósið, lífið og
ylurinn — geislastreymið, hreyfingin, ómurinn, — allt eitt og
hið sarna: hið þríeina. Og alveg sama livað við köllum það. —
°g það var það, sem litlu sálirnar við bláa gluggann þráðu. —
°g veiztu hvers vegna? — Jú, — af því þær sjálfar voru ofurlitlir
villtir geislar, — ofurlítil geislabrot, sem þeytast út frá Ijósinu
töikla á hraðstreymi þess, meðan það er að flæða um heiminn,
endalaust, eilíft og ósigrandi. Tvö geislabrot, sem þyrlast
snöggvast saman við dimmbláa rúðu í nokkur augnablik. Því
i'uðan, sem varnaði myrkrinu og kuldanum að komast inn, gat
heldur ekki orðið myrkurblá, nema stutta stund, — nokkur
augnablik, því þá hlaut lífið að koma þangað og sópa báðum
ovættunum burt frá glugganum, svo rúðurnar yrðu skínandi
fagrar og bjartar, — ljósið mundi koma og sópa myrkrinu og
huldanum burt úr öllum geimnum, — eftir örlitla stund, eina
nótt. — Þá hlaut það að flæða yfir, þetta volduga ljósflóð og
sopa aftur í fang sér hverjum einasta litlum, villtum geisla, —
]á. — jafnvel þó það hafi kannski verið bara pínulítið, forvitið
°g óþekkt geislabrot, sem skotist hefði burt í óleyfi til að vita,
hvort það sæi ekki eitthvað skrítið; — já, — og svo krækir þá
etnhver skugginn, sem er að læðast um, — krækir allra snöggv-
ast í það og stingur því ofan í vasann. — En þar býr kuldinn og
þar er náttúrlega voðalegt að vera. — En þau verða þar heldur
ekki nema í nokkur augnablik, því jafnvel svona óþekk geisla-
hrot lætur ljóshafið — lífsflæðið — ekki taka frá sér. Og það