Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 152
Halldór Jónasson frá Eiðum:
Flugið og slysahættan
EFTIR því sem flugtækin verða fullkomnari, valda bilanir
á þeim færri slysum. Amerískur sérfræðingur í fluglist,
Francis Drake, ritar grein, í tímaritið Allantic, þar sem hann
m. a. skýrir frá, að á síðastliðnu ári hafi slys á flugvélunr
i ácetlunarferðum orðið færri þar vestra en nokkru sinni áður,
eða aðeins átta, á hinum mörgu og löngu flugleiðum. Segir
hann líkurnar fyrir því, að farþegi komist leiðar sinnar óskadd-
aður, vera samkvæmt þessu 113000 á móti einum. En hann
hendir á það um leið, að samtímis hinu aukna öryggi fleyjanna
virðist svo, sem varkárni flugmanna og fluggæzlumanna fari
minnkandi. Segir hann, að í meira en fjórurn tilfellum af fimm
verði slysin af mistökum flugmanna eða þeirra, sem leiðbeina
þeim frá jörðu. Nú sé að vísu allur þorri þessara manna mjög
vel starfi sínu vaxinn, og því rniður þurfi ekki nema örfáa
óprúttna náunga til að koma óorði á hina ágætu og vel æfðu
. flugmannastétt.
Höf. nefnir ýmsar tegundir yfirsjóna flugmanna: líta ekki
á hæðarmælinn, liafa ekki landkort við höndina, æða inn í þoku
eða þrumuveður, ætla að stytta sér leið yfir fjöll í óskýru veðri,
gleyma að hagræða lendingarhjólum, og jafnvel vera að lesa
blöð eða hækur við stýrið. Þá getur það valdið slysum, ef vélin
JÖRÐ þykir mikið varið í að flytja þcssa hugsunarvekjandi ádrepu
ettir einn af helztu frumkvöðlum flugferða hér á landi, hinn fjölvitra
mann, Halldór Jónasson frá Eiðum. Að eins skal hér undirstrikað það
atriði greinarinnar, er nefnd eru hin erfiðu náttúruskilyrði íslands til
flugferða. Veðrátta íslands má í því efni heita alveg einstæð. Þess
vegn a nægja okkur ekki sömu öryggisráðstafanir og aðrar þjóðir kunna
að láta sér nægja. Hér verður að nota allt, sent nútímatækni býður
upp á til öryggis. Tilraunir til að sleppa „billegar" munu hefna sín. —
Það ætti að vera í „Codus ethicus" farþega-flugmanna, að taka ekki þátt
í (áfengis)skemmtunum nóttina fyrir flug.