Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 49
JÖRÐ
47
.VIII.
L^RUIN í Þverárdal átti, sem sjá má á frásögn systur minnar,
■*- mikilli virðingu að fagna í sveit sinni og héraði. Flestir
sveitungar hennar og hún þéruðust, nema stöku grannar og
návinir. Hún var þéringum vön — þéraði móður sína til dauða-
dags. Þótt hún væri ljúf í viðmóti og lítillát, sem alþýða kallaði
svo í æsku minni, hygg eg eða finnst mér, að hún hafi haldið
mönnurn í alúðlegri fjarlægð. (Sumum kennurum væri hollt
að hyggja að slíku, ekki sízt á þessari tíð.)
hað var ekki eingöngu, sem sumir kunna að ætla og vorkunn
er> sýslumannsekkjan og auðkonan, heldur einnig konan Hild-
Ur Bjarnadóttir, fyrirkonan í eðli og lundu, sem grannar
hennar og sveitungar virtu. Fyrirkoma má erfðri virðingu og
fenginni vegsemd, leika þær dísir þannig, að þær umhverfist,
Breytist í andstæður sínar. Eg hygg, að flestum, er frú Hildi
kynntust í Þverárdal, haifi — svipað og Vatnsdæla segir um
Ingimund gamla — þótt mikils vert um hana, bæði háttu
hennar og yfirbragð. Úr fasi hennar og ásjónu skein merki
sigurvegandans, er með hugprýði tók sárum og svipti og duldi
und sína „undir glöðu bragði“, sem Stephan G. Stephansson
segir. Við þetta bættist annað, sem eg hygg þykja 'því meira
vert, sem fastara er að því hugað og nú skal að lokum drepið á.
Danska skáldið kaþólska, Johannes Jörgensen, kveður vera
uPpi að eins tvenns konar menn: þá, sem virða, og þá, sem ekki
virða, þá, sem gæddir séu lotningu fyrir tilverunni, og þá, sem
skorti lotning. Hann kveður lotninguna stafa af því, að menn
undrist hina eilífu leyndardóma. Lotning sé fólgin í því, að
uiönnum finnist þeir búa í musteri. Af lotningu spretti auð-
mýkt og gæði, kyrrlátt hugarfar og vingjarnlegt. Virðingarleysi
sé hins vegar sama sem dramb, lítilsvirðing á öðrum, sálarlegur
uiiroði og ruddaháttur. Mannleg lotning finni verðmæti í hinu
sruæsta, af því að allt sé til vor komið frá hinum hæstu himn-
um, allt sé guðsgjöf, frá stjörnum og hæstu hnjúkum og þeirra
dýrð.
hannig farast hinu kaþólska skáldi orð.
Réttmæti þessarar tvískiptingar hins kaþólska skálds á mönn-