Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 87
JÖRÐ
85
höfðu litla von um að ná aftur dollurunum, sem þeir höfðu
lánað til stríðs og blóðsúthellinga í Evrópu, og þeir voru sann-
arlega gramir. Sumir áttu raunar fé í hergagnaverksmiðjum,
ekki einungis í Bandaríkjunum heldur og víðar — og það var
þó bót! Og auðmennirnir, sem töldu sentin sín töpuð, ýttu svo
undir þá óánægju, sem var ríkjandi, það bölsýni, sem um sig
greip eftir styrjöldina. Wilson Bandaríkjaforseti var maður,
sem sannarlega hafði tælt þjóð sína út í styrjöld, með alls konar
loforðum, sem hvergi áttu sér stað í veruleikanum; maður, sem
svo hafði hreinlega orðið að vaxi í höndunum á hinum kald-
rifjuðu og slungnu stjórnmálamönnum gamla heimsins, er gat
ekki lifað, nema sjúga blóðið úr hinu friðsama og framtaks-
sama fólki í öðrum heimsálfuml Og hver bætti svo gömlum
foreldrum sonamissinn, hver ungu stú'ikunum unnusta og
bræður? Og hvort mundi ekki réttast, að lofa Evrópu að sigla
sinn sjó, já, láta þá berjast þar eftir vild — án vestrænnar íhlut-
unar?. ... Jú, rnáski hugsuðu hinir auðugu menn sem svo, að
eina ráðið til að ná sér niðri á doLlaraætum Evrópu, væri að
selja þeim sem rnest af hergögnum, sem þær yrðu pindar til að
greiða — og þá var mikils um það vert, að Bandaríkin tækju
ekki þátt í neinni friðtryggingarstarfsemi.
Af þeim, sem heim kornu .frá vígvöllum Evrópu, voru þeir
einna liarðast Leiknir, er höfðu, sumir raunar ámóta hraustir
°g skógarbirnir, farið að lieiman í ugg og hrifni viðkvæmrar
lundar og gæddir miklurn næmleik og háfleygu og margbreyti-
Legu ímyndunarafli. Hjá þeim höfðu vonbrigðin orðið átakan-
legust, lijá þeirn höfðu þau mótazt óafmáanlega í mjúkan
grunn hjarta og hugar. Og list slíkra manna varð svo að List
örvænis og tilgangsLausrar þjáningar; list, sem var eins og taut
út í bláinn; list, sem var stefnulaus og eins köld og hafísjaki;
List, sem var eins og hlátur böðuls, sem er orðinn vitskertur af
því að liöggva menn fyrir réttvísina — já, jafnvei List, er var
tauð og hýr og glæst eins og fögur og brosandi kona, sem er
að stíga upp úr kerlaug með lieitu mannsblóði, er hefur litkað
hana og yljað henni, veitt henni hressandi unun og svo sem vak-
ið henni trú á eilífa æsku líkamans og hans vilitu'stu nautna.
Hin ungu skáld Bandaríkjanna, sem mest bar á eftir styrj-