Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 43
JÖRÐ
41
Þverárdal sumarið 1896 og l’ræddi liana lengi um ættingja
hennar, Staðfellinga, niðja móðurföður hennar, Boga á Staðar-
lelli, er tvístraðir eru út um lönd og álfur. Man eg enn, hversu
I’orvaldur sagði nefkveðinni röddu, að einn frændi hennar eða
sifjamaður byggi í Bangkok í Síam, og þótti mér, unglingnum,
s*íkur landi fjarri farinn fósturjörðu vorri og þjóð.1)
frú Hildur var kona ræðin og málreif, jafnan glaðleg í
bragði og- rósemdarleg, alúðleg og mjúk í máli. Henni lá hátt
romur sem föður hennar. Henni var unun að samræðum. Ör-
stutt setning, sem í fljótu bragði virðist hvorki einkennileg né
einkennandi, auðkennir hana vel. Á ferðalagi í fjöllunum milli
Laxárdals og Skagafjarðar varð henni skyndilega ómótt eða
blt, svo að farið var af baki og livílzt um hríð. Innan skamrns
leið ógleðin frá. Vildi frúin þá byr ja samtal á nýjan leik. Annar
samferðamaður hennar gaf henni þá í skyn, að nú myndi var-
legra að þreyta sig ekki á viðræðum. Fór hún að því ráði, en
kvað slíkt leiðinlegt. „Það er svo gaman að skrafa,“ bætti hún
v Það var löngum „skrafað“ og spjallað, þar sem hún var í
uánd.
Mér kemur það svo fyrir sjónir nú, að frú Hildur hafi talað
snjalla islenzku. Hún hagaði einatt þannig orðurn, að þau
loddu í minni viðtalenda eður áheyrenda. Þá er hún heilsaði
Þorvaldi Thoroddsen í heimsókn lians að Þverárdal, er áður er
getið, fór hún mörgum orðum um, hve hrörleg væri þar húsa-
kynni. Slíkt hlyti að vera honum mikil viðbrigði, hann væri
skrautlegri húsbúnaði vanur, „þér, sem hafið verið í konunga-
höllum“, mælti hún og lauk afsökun sinni þar.
Frú Hildur var bæði flugnæm og minnug, og átti hún eigi
langt að sækja slfkt. Þá er hún var urn sjötugt, sumarið 1905,
nam utanbókar langt tækifæriskvæði á dönsku, ný-ort. Þótt
r1 Jóns biskups Helgasonar, sem kallast „íslendingar í Danmörku", scgir
r'.'J »*ju» l*°ga, er ílenzt ha£a erlendis. Meðal þeirra er þar talin (bls. 174) Asl-
Y ene<liktsen, gi£t kapteini Guldberg í Bangkok í Síam. H. N. Andersen, etaz-
0'r ’inn framkvæmdaforkólfur Dana, var kvæntnr konu af Staðarfellsæít
g )jo lengi i Bangkok. í Ævisögu Péturs biskups, eftir tengdason hans, Þorvald
inr°<ldsei'- er :l lj's' 312—315 skrá um Staðarfellsætt erlcndis. Hafa þeir Staðfell-
ingar komizt vel áfram utanlands, enda voru þeir sprottnir af seigum og sterkum
s ° ni, þai sem voru þeir Hrappseyingar, frændur þeirra og forfeður.