Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 82
80
JORÐ
gerð iskáldritanna var auðvitað í höfuðatriðum fylgt svipuðu
formi og áður hafði tíðkazt, en samt var blærinn annar og
áhrifin ótrúlega sterk, ekki sízt fyrir hrynjandi málsins og blæ-
brigði stílsins, sem hvort tveggja \'ar nú mótað af amerískri
náttúru og amerísku þjóðlífi og þjóðfélagsháttum, en í Banda-
ríkjunum gætir auðvitað til þjóðfélagsáhrifa hinna ólíkustu
náttúruskilyrða, atvinnuhátta, trúarbragða og menningarstiga
— og þó er Bandaríkjaþjóðin út á við raunar óendanlega marg-
víslega samansett en hrikasterk og stórbrotin heild.
Talið er, að hinar nýju bókmenntir hefjist með útkomu
ljóðasafns eftir Edgar Lee Masters, Kirkjugarðurinn i Skeiðar-
árþorpi, en úr þeirri bók hefur Magnús Asgeirsson þýtt nokkur
kvæði á íslenzku. í Ameríku kom hún út árið 1915 og vakti
brátt geipilega athygli. Höfundur lætur á þriðja hundrað
manns af því fólki, sem hvílir í kirkjugarðinum undir legstein-
um, áletruðum hjartnæmum orðum, lýsa ævi sinni. Grafskrift-
irnar reynast fals og lygi; flest af fólkinu hefur verið óham-
ingjusamt; sumt þeirra verka, senr það taldi hafa verið góð-
verk, snerist því sjálfu eða öðrum til vandræða — og átakanlega
kemur í ljós, að mennirnir eru svo bundnir hver öðrum, að
einn má ekki hreyfa sig svo, að ekki hafi það einhver áhrif á líf
og líðan annars. En verst af öllu hafa menn þjáðst vegna þeirra
fjötra, sem þeir hafa á sig lagt sér að nauðugu og í ósamræmi
við eðli sitt — en til þess að þóknast alls konar lögum og kröfum
um almennt velsæmi. A bók þessari í íslenzkri þýðingu mundi
sóma sér mjög vel sem einkunnarorð vísa Kristjáns Fjallaskálds:
Allt þó sýnist blítt og bjart
blysuin fyrir hvarma,
innra getur nianni margt
niegna vakið harina.
Fram á hið sarna sýndi Sherwood Anderson í skáldsögu
sinni, Winesburg Ohio (1916), og ennfremur í sögunni Fjöl-
kvœni. Menn lifðu óeðlilegu lífi í kvöl, hræsni og skinhelgi,
sumir fengu útrás lífsþrá sinni með því að flevgja sér út í trúar-
ofstæki — með njósnum og slúðri um náungann og með óeðli-
legri svölun hvata sinna, en flestir voru þeir, sem báru harm