Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 39
JÖRÐ
37
dal, fremsta bæ í Laxárdal fremri, til sonar síns, Brynjólfs
Bjarnasonar, gagnfræðings og bónda þar.
Þótt þessi dóttursonur Bjarna Thorarensens hafi sjaldan,
sennilega aldrei, verið talinn til einkennilegra manna, er hann
einn hinn einkennilegasti maður, sem eg hef fyrir hitt á lífs-
leiðinni. Eg ætla, að fáir, sem kynntust honum, hafi getað
g'feymt honum, málrómi hans og málflaumi, hversu hávær hann
var og mikilmæltur, ástúðlegur ofsamaður í gleði sinni, radd-
maður og söngvinn, ör á að skemmta gestum sínum og gest-
gjöfum með söng og organleik. Hann var, sem langafi hans,
hinn fróði og fjáði á Staðarfelli, segir um valdsmann einn,
,>mikill komplimentamaður", óhófsmaður og öfgamaður í
austri hróss og hróðrar í viðræðum og þá er hann mælti fyrir
minnum, en aldrei í bakmælgi né lastmælgi — eða eg varð þess
að minnsta kosti aldrei áheyrsi. Því verður og eigi neitað, að
móðurfaðir hans var stundum loftunga meiri en góðu hófi
gegndi (t. d. í bréfum til Finns Magnússonar) og framan af ævi
í erfiljóðum sínurn, t. d. í kvæðinu um Stefán Þórarinsson. Var
slíkt eðlilegt um þvílíkan geðsveiflumann. í þungbúnum dal,
þröngum og afviknum, var Brynjólfur í Þverárdal sí-frjór
gleðigjafi, sí-gjósandi Geysir gleðinnar, sí-syngjandi, sí-tal-
andi, prestur hressandi mannfagnaðar, heilnæmrar kæti, lækn-
andi hláturs og skemmtana. „Gleymdar eru hans gjafir,“ kvað
nióðurfaðir hans um einkennilegan íslending. Gleðigjafir dótt-
ursonar hans í Þverárdal eru og flestar gleymdar. Eg hygg, að
þeir hafi verið stórum færri en efni og ástæður voru til, sem
gerðu sér grein fyrir gjöfum hins mikla gestgjafa, lífsstyrkingu
þeirra og gildi, er hann var á bezta skeiði aldurs. Frá honum
iór margur daufur fjömgri, hryggur hresisari en hann kom á
hans fund. Brynjólfur í Þverárdal söng og talaði fjör og gleði í
drungasálir og dauðyfli.
Brynjólfur í Þverárdal var 20 ár nágranni foreldra minna.
Við systkinin hlökkuðum jafnan til komu lians, ef við vissum
lians von. „Honum var jafnan mikið fjör og glaumur samfara,"
eins og Grímur Thomsen kemst að orði um móðurföður hans.
Hann kom oft að Mjóadal og kom lengstum með háreysti, „sól
°g sunnanvind". Undantekningar slíks eru naumast teljandi.