Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 59
JÖRÐ
57
II.
EN SVO kom líka vor.
Bjart og sólglatt vor. Og í vorinu og Ijósinu saztu einu
sinni hjá mér litla stund og hlustaðir á mig lesa upphátt svolit-
ið kjánabréf, — barnabull til hennar Dóru rninnar.-----------Og
vissurðu hver hún Dóra var? — Dóra er nú ekki bara hún Dóra
a rnyndinni, sem þú sást hjá mér, — eða hún Dóra, sem er langt,
langt úti í heiminum. Nei, hún Dóra er miklu meira og fleira,
— hún Dóra er nefnilega allt, sem tengt er því bezta og barns-
legasta, því bjartasta og blíðasta í hug mínum, — eins konar
Ijósálfur, sem búinn er til úr öllum fallegustu draumunum
mínum, — óskunum og vonunum, — og bláu augun hennar eru
trú mín á ljósið og geislandi brosið hennar er gleði mín yfir feg-
urð lífsins, þegar sólin skín og mennirnir eru góðir við mig. —
Þess vegna safnast allt gott, fallegt og bjart saman þar, sem mín
Dóra er, — Dóra, sem ég skrifa bréfin til, Dóra, sem ég yrki vís-
urnar til. — Þess vegna ert þ ú Dóra, þegar þú brosir fallega, —
°g þess vegna ér Dóra þú, þegar augun þín stara kvíðandi út í
kuldann og myrkrið.
En ég ætla nú ekki að fara að búa til neinar gátur núna. Því
þó ég viti ekki fyrir víst um, hvað ég ætlaði eiginlega að skrifa
þér, þá er svo mikið víst, að ég ætlaði ekki að fara að búa til
ueinar gátur. Ég ætlaði bara að hjala við þig, í þessu bréfi, um
allt sem jnér dytti í hug jafnharðan, — hjala um allt sem væri
fallegt, gott, glatt og bjart, — hjala barnslega og innilega, eins
°g þegar þú talaðir um ljósið. Mig langar bara til að tala við
þig eins opið, hreint og hlýtt og barnsauga getur blikað, þegar
óll sál þess, ósnortin og nývöknuð, speglar sig í því.
Og það er svo margt, sem mig langar til að segja við þig núna,
~~ svo margt, svo margt, af því fallegasta og bezta sem ég á til í
huganum, — af því hlýjasta sem ég á til í hjartanu. — Því fyrst
°g fremst langar mig til þess, að þú fyndir í því hjali einhvers
staðar svolítinn ylgeisla, bjartan og hreinan, streyma á móti þér,
frá einhverju þar, — þó ekki væri nema einni setningu, einu
°rði. Þess vegna reyni ég að skrifa hverja setningu af allri sál
rninni, af öllu því í hjarta mínu, sem geymst hefur óspillt, inni-